Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. apríl. 2009 02:08

Svæðisútvarp RUV á hluta Vesturlands

Þriðjudaginn 5. maí næstkomandi hefjast útsendingar svæðisútvarps Vesturlands og Vestfjarða á vegum Ríkisútvarpsins. Í fréttatilkynningu frá RUV segir að um langt skeið hafi verið haldið úti öflugum svæðisútsendingum á Norðurlandi, Austurlandi og Vestfjörðum. “Ítrekað hafa komið fram óskir frá íbúum Vesturlands að njóta sömu þjónustu. Nú hefur verið ákveðið að verða við þessum óskum og koma á sameiginlegum svæðisútsendingum fyrir hluta Vesturlands og Vestfirði. Í fyrsta áfanga ná útsendingarnar yfir norðanvert Snæfellsnes, þar með talið þéttbýlisstaðina Rif, Hellissand, Ólafsvík, Grundarfjörð og Stykkishólm og alla Dalasýslu. Í framhaldinu verður hugað að því að breyta útvarpssendum þannig að útsendingin náist á sunnanverðu Snæfellsnesi og í Borgarfirði,” segir í tilkynningunni.

Með þessu móti segir að hægt verði að efla þjónustu RUV án þess að auka mikið kostnað. “Nú þegar er mikið samstarf milli fréttamanna RÚV á Vestfjörðum og Vesturlandi og því ætti fyrirhuguð breyting að ganga vel. Í svæðisútvarpi Vesturlands og Vestfjarða verða sagðar fréttir, tekin viðtöl og birt efni um mannlíf á svæðinu. Svæðisútsendingarnar yfirtaka útsendingu Rásar 2 frá klukkan 17.30 – 18.00, þriðjudaga til föstudaga en þriðjudaginn 5. maí hefst útsendingin hinsvegar strax að loknum útvarpsfréttum klukkan 17.00 í tilefni dagsins. Útsendingar verða til skiptist úr hljóðverum RÚV í Borgarnesi og á Ísafirði en alla daga verður sent út efni af öllu svæðinu.”

 

Starfsmenn svæðisútvarpsins verða Gísli Einarsson fréttamaður á Vesturlandi, Guðrún Sigurðardóttir, fréttamaður á Ísafirði og Jóhannes Jónsson tæknimaður. Þá mun Guðmundur Gunnarsson fréttamaður vinna við svæðisútvarpið í sumar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is