Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2009 10:18

Svalir gáfu sig undan hópi barna og nokkur slösuðust

Mikil mildi þykir að enginn slasaðist alvarlega þegar svalir gáfu sig utan á húsi sumarbúðanna að Ölveri í Melasveit klukkan 20:30 í gærkvöldi og tæplega 20 börn úr sjöunda bekk Grundaskóla á Akranesi féllu um 2,5 metra niður á jörðina. Öllum börnunum 52 sem voru á staðnum var ekið á Sjúkrahúsið á Akranesi þar sem þeir sem slösuðust fóru undir læknishendur. Öllum nemendunum var veitt áfallahjálp strax um kvöldið og verður áfram hlúð að þeim í dag en gert ráð fyrir að börnin mæti í skólann á morgun. Að sögn Hrannar Ríkharðsdóttur skólastjóra urðu meiðsli á krökkunum blessunarlega lítil og minni en útlit var fyrir í fyrstu. Ein stúlka handarbrotnaði þó og átta önnur voru lítilsháttar meidd; með skurði, mar og einhver fékk slink á háls og þurfti að fá hálskraga.

Allur árgangur Grundaskóla hafði haldið til í Ölveri frá því á mánudag og var heimferð fyrirhuguð í dag. Skólinn hafði fengið aðstöðuna að Ölveri lánaða fyrir sjöunda bekk sem sárabót fyrir að ekki var hægt að senda hópinn að Reykjum í Hrútafirði eins og venjan er.

 

“Foreldrar sem voru á vakt í gærkvöldi brugðust hárrétt við og vil ég hrósa þeim fyrir fumlaus viðbrögð. Krakkarnir voru skelfdir eins og við mátti búast en við erum afskaplega þakklát fyrir að börnin slösuðust ekki meira en raunin varð," sagði Hrönn Ríkharðsdóttir.

 

Vinnueftirlitið mætir í dag í Ölver og kynnir sér aðstæður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is