Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2009 11:28

Brýn þörf er á stækkun húsnæðis DAB

Björn Bjarki framkv.stj. DAB í einu af 10 fermetra herbergjunum
Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns stefnir stjórn Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi á að byggt verði við heimilið. Undanfarna mánuði hafa nokkur sveitarfélög staðið sameiginlega í samningaviðræðum við heilbrigðisráðuneytið um svokallaða leiguleið. Hún felst í því að ef sveitarfélögin ná að fjármagna byggingar við dvalar- og hjúkrunarrými á sínum svæðum þá leigir ráðuneytið aðstöðuna gegn ákveðnu gjaldi fyrir hvern íbúa viðkomandi dvalarheimilis. Viðræður þessara aðila hafa undanfarnar vikur snúist um væntanlegt leiguverð og hefur, samkvæmt heimildum Skessuhorns, þokast í rétta átt í viðræðunum. Í Borgarnesi er fyrirhugað að byggja 30 hjúkrunarrými og 2 svokölluð hvíldarrými við dvalarheimilið. Þessi nýju herbergi verða tvö- eða þrefalt stærri en þau sem íbúar hafa í dag til ráðstöfunar.

Ekki er stefnt að því að fyrirhugaðar framkvæmdir verði til að fjölga íbúum á DAB, heldur er stefnt að því að þær bæti aðstöðuna fyrir íbúa jafnt sem starfsfólk. Fyrr en samningar um leiguleiðina hafa náðst verður ekki tekin ákvörðun um framkvæmdir. Hins vegar eru forsvarsmenn DAB bjartsýnir á að fjármögnun framkvæmdanna sé í höfn en það eru nokkrir lífeyrissjóðir sem gefið hafa grænt ljós á peninga til verksins.

 

Í Skessuhorni sem kemur út í dag er sagt frá þeirri aðstöðu sem íbúum DAB er búin, en margir þeirra búa í 10 fermetra herbergjum sem hvergi nærri svara kalli nútímans um aðbúnað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is