Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. apríl. 2009 11:03

Verkefni í ferðaþjónustu á Vesturlandi fá styrki

Grundarfjarðarbær fær myndarlegan styrk vegna skemmtiferðaskipa
Sjö verkefni sem tengjast ferðaþjónustu á Vesturlandi fengu myndarlega styrki sem úthlutað var frá Ferðamálastofu í síðustu viku. Þá var úthlutað til fjörutíu ferðaþjónustuverkefna um allt land. Styrkirnir eru fjármagnaðir af byggðaáætlun og er ætlað að renna frekari stoðum undir uppbyggingu atvinnugreinarinnar á landsbyggðinni. Umsóknir um styrkina voru auglýstar á vegum iðnaðarráðuneytis í febrúarmánuði. Alls bárust 210 umsóknir sem lýsir vel þeirri grósku sem er í ferðaþjónustu í dag.   Meðal þeirra styrkja sem renna á Vesturland er myndarleg upphæð til Akraneskaupstaðar, alls átta milljónir króna. Styrkurinn er til verkefnisins „Viskubrunnur í Álfalundi,“ ævintýragarður með áherslu á náttúru, menningu og mannlíf. Í frétt hér í morgun kom hins vegar fram að Akraneskaupstaður hefur slegið á frest frekari framkvæmdum í Garðalundi. Þá fær Grundarfjarðarbær 6,3 milljónir í uppbyggingu aðstöðu fyrir farþega skemmtiferðaskipa við Grundarfjarðarhöfn. Ferðaþjónustan í Fossatúni í Borgarfirði fær þrjár milljónir í verkefni sem heitir „Tröllagarður.“

Þar verður byggður upp söguvettvangur þar sem afsteypur sögupersóna eru mótaðar í fullri stærð og gönguhringur með skiltum, vörðum, burstabæ og leiksvæði barna. Til opnunar brúðuseturs í Englendingavík í Borgarnesi var veitt ein og hálf milljón króna. Ein milljón króna fékkst í styrk til uppbyggingar Guðrúnarlaugar í Sælingsdal, en laugin hefur sögulega tengingu í Laxdælu. Sömuleiðis var veitt einni milljón til endurnýjunar fastasýningar í Reykholtskirkju er byggir á ævi Snorra Sturlusonar. Þá fengu „Fléttuferðir um Vesturland og Suðurland“ tvær milljónir í styrk. Það eru skipulagðar ferðir með áherslu á náttúru, menningu og sögu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is