Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. apríl. 2009 03:08

Minnkandi líkur á að Akranes verði miðstöð hrefnuveiða

Veitt hafa verið þrjú veiðileyfi til hrefnuveiði á komandi vertíð. Þessi leyfi eru til útgerða Halldórs Sigurðssonar sem gerður er út frá Ísafirði, Drafnar sem gerð er út frá Reykjavík og Njarðar frá Kópavogi. Þetta eru þeir bátar sem beitt hefur verið til hrefnuveiða síðustu árin og útgerðir þeirra eiga aðild að Félagi hrefnuveiðimanna. Gunnar Bergmann Jónsson framkvæmdastjóri félagsins telur að aðrir verði ekki búnir að afla sér réttinda til að geta stundað veiðarnar í sumar. Í samtali við Skessuhorn fyrir helgi sagði Gunnar Bergmann að framganga ráðuneytis og Steingríms J. Sigfússonar sjávarútvegsráðherra hafi orðið til að hleypa málum í óvissu.

Það hafi ráðherrann gert bæði með yfirlýsingum við erlenda fjölmiðla að leyfi til hvalveiða verði endurskoðað eftir eitt ár og þá hugsanlega afturkölluð. Einnig hafi ráðherrann með auglýsingu opnað fyrir að hver sem er gæti stundað hrefnuveiðarnar með því að fara á skotvopnanámskeið án þess að reynsla við hrefnuveiðar væri skilgreind. „Það var ekki fyrr en núna í apríl sem ráðuneytið endurskoði þessa auglýsingu og setti inn ákvæði um að við mat á því hvort aðili hafi reynslu af hrefnuveiðum, sé sú krafa gerð að aðili hafi a.m.k. verið samfellt í þrjá mánuði skytta á hrefnuveiðibáti.“

 

Gunnar Bergmann segir að það segi sig alveg sjálft að þessi vinnubrögð hafi kostað það að menn væru ekki tilbúnir að setja jafnmikið fjármagn inn í veiðar og vinnslu og ef veiðileyfi næstu fimm árin væru tryggð. Hann sagði að í dag væri það aðallega til skoðunar hvort kjötvinnslur gætu tekið á móti hrefnukjötinu til vinnslu. Því væri mun minni líkur en áður að hrefnuveiðimenn komi sér upp vinnslu á Akranesi, en þeim áformum greindi Skessuhorn frá í vetur um það bil sem Einar K. Guðfinnsson fv. sjávarútvegsráðherra gaf út reglugerð sem heimilaði hrefnu- og hvalveiða.

 

Gunnar segir að málin muni skýrast um mánaðamótin þegar umsóknarfrestur um leyfi til hrefnuveiða rennur út. Í dag munu umsóknir losa tuginn og þrátt fyrir að boðað hafi verið skotvopnanámskeið í maímánuði sé ljóst að einungis þeir sem hafa leyfi í dag geti byrjað hrefnuveiðarnar, væntanlega í júníbyrjun. „Við göngum út frá því að geta veitt þær 100 hrefnur sem Hafrannsóknastofnun mælir með að nýta úr stofninum á vertíðinni,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is