Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2009 08:37

Tækifæri felast í útflutningi lambakjöts

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Landssambands sauðfjárbænda kynnti Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður fyrirhugaða stefnumótunarvinnu samtakanna. Ætlunin er að vinna drög að framtíðarstefnu samtakanna þar sem komi fram þeirra helstu markmið til lengri tíma. Á fundinum flutti Valdimar Einarsson frá Lambeyrum í Dölum erindi þar sem hann fjallaði um framtíðarmöguleika í sauðfjárrækt bæði á heimsvísu og hérlendis. Valdimar hefur búið og starfað á Nýja Sjálandi um árabil og hefur mikla þekkingu á þarlendum landbúnaði. Í erindi hans kom m.a. fram að samdráttur er fyrirsjáanlegur í sauðfjárframleiðslu þar í landi og í Ástralíu. Þessi tvö lönd framleiða rúm 70% af því lambakjöti sem selt er á heimsmarkaði þó að framleiðslan sjálf sé aðeins 13% af heimsframleiðslunni. Vegna minna framboðs hafa verð farið hækkandi og útlit er fyrir mjög aukna eftirspurn eftir lambakjöti á heimsmarkaði. Í því fælust m.a. tækifæri fyrir íslenska bændur ef þeir gætu aukið framleiðsluna án þess að þurfa að leggja út í miklar fjárfestingar.

Valdimar fjallaði einnig um ástandið hérlendis og benti á þá leið að hugsanlega ættu landsmenn hreinlega að opna landið fyrir erlendum gjaldmiðlum eins og ýmis smáríki í Evrópu hafa gert og gera sum enn þ.e. hægt yrði að greiða hér fyrir vöru og þjónustu í hvaða gjaldmiðli sem menn kjósa helst. Aðrir gjaldmiðlar sem eru framseljanlegir á alþjóðamarkaði yrðu einfaldlega viðurkenndir hér sem lögeyrir auk íslensku krónunnar. Hugmyndir hafa komið upp um slíkt áður, meðal annars í grein breska hagfræðingsins Geoffrey Wood sem hann skrifaði í tímaritið Þjóðmál árið 2007. 

 

Í ljósi þess að hagstæðara er nú en oft áður að flytja út vörur frá Íslandi taldi Valdimar að eðlilegast væri að t.d. bændur fengju greitt fyrir útflutningsvörur sínar í erlendum gjaldeyri. Þeir bæru mikla gengisáhættu nú þegar með t.d. áburðarkaupum, þar sem verðið er að fullu gengistryggt, en bera hvorki áhættu né ættu von um hagnað þegar gengið væri hagstætt útflutningi. Eðlilegast væri að áhættan væri jöfn báðum megin og útflutningurinn yrði gerður upp í erlendum gjaldmiðli líka.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is