Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2009 07:51

Fasteignaverð á Vesturlandi var hæst í Borgarnesi

Fasteignaskrá Íslands birti í vikunni gögn um verð íbúðarhúsnæðis eftir þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni árið 2008. Þar kemur fram að fermetraverð í seldum eignum hér á Vesturlandi var hæst í Borgarnesi á síðasta ári, eða 186.036 krónur á fermetra í samtals 19 viðskiptum. Næsthæsta verðið var á Akranesi eða 165.408 krónur í 97 viðskiptum. Í Ólafsvík kostaði fermetrinn 162.916 krónur, 161.122 í Stykkishólmi en 137.896 krónur í Grundarfirði. Einungis á Selfossi, Vogum og í Hveragerði var fermetraverð hærri en í Borgarnesi á síðasta ári.

Í þessum tölum kemur fram að fasteignaverð er mjög lágt á Vestfjörðum og á sumum stöðum á Norðurlandi í samanburði við landshlutana sem liggja næst höfuðborgarsvæðinu auk Akureyrar og Egilsstaða. Í Bolungarvík, þar sem seldust 15 eignir á síðasta ári, var meðalverðið 55.440 krónur á fermetra og 95.942 krónur á Ísafirði. Á Blönduósi var meðalverðið 90.215 krónur, 56.227 krónur á Ólafsfirði og 62.137 krónur á Siglufirði. Meðalverð á Akureyri var 180.669 krónur á fermetra, 175.676 á Egilsstöðum, 193.301 króna á Selfossi og 198.645 kr. í Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem hæsta verðið var utan höfuðborgarsvæðisins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is