Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. maí. 2009 03:32

Spáir góðri grassprettu í sumar

Páll hvetur bændur til að bera örlítið meira á
Páll Bergþórsson veðurfræðingur heldur áfram að fylgjast með veðurkortunum og fylgjast með tölum frá degi til dags þótt hann sé hættur fyrir nokkru á Veðurstofunni sökum aldurs. Páll spáir góðri grassprettu í sumar, en útreikninga sína miðaði hann eins og jafnan við meðalhita í Stykkishólmi, elstu veðurstöð landsins. Páll segir að það hafi sjaldan brugðist með grassprettuna ef meðalvetrarhitinn í Stykkishólmi hafi farið yfir gráðuna, enda bendi það ótvírætt til þess að lítið frost sé í jörðu. Fylgnin að þessu leyti frá 1901-1975 hafi verið 0,96, sem sé nánast fullkomin fylgni. Einn sé það besta.

Páll byggir spá sína um grassprettuna á meðalhitanum síðustu sjö mánuðina, frá október til maí. Meðalhitinn nú var 1,3°C, sem er heldur minni en síðustu fjögur árin en þá var hann 1,5°. Til samanburðar var vetrarhitinn á hlýindaskeiðinu 1931-1960 1,1°C að meðaltali, en lægstur mínus 3° frostaveturinn 1918. Það sumar var heyfengurinn aðeins helmingur miðað við það sem hann var í meðalári.

 

„Til að tryggja svipaða sprettu og undanfarið mætti auka ögn áburðargjöf. Mest hefur þó að segja að forðast að beita á túnin á vorin. Þetta tvennt getur orðið til þess að bændur geti fyrr byrjað slátt. Þá verður fóðrið líka kjarnmeira, áður en punturinn kemur,“ segir Páll Bergþórsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is