Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2009 08:12

Meiri aðsókn í vinnuskólann

Einar Skúlason
“Það kemur okkur til góða að bæjaryfirvöld úthluta vinnuskólanum sömu upphæð í sumar og á síðasta sumri. Á móti kemur hins vegar að aðsóknin er meiri núna hjá elsta aldurshópnum, sem er einnig fjölmennur, þannig að við verðum eitthvað að skera niður vinnuna,” segir Einar Skúlason, rekstrarstjóri Vinnuskóla Akraneskaupstaðar í samtali við Skessuhorn. Einar segir ekki ljóst hve mikið þurfi að skera niður vinnu, það verði jafnvel endurskoðað á miðju sumri. “Umsóknafjöldinn er svipaður og áður hjá krökkum úr áttunda og níunda bekk en það hefur orðið sprenging hjá nemendum úr tíunda bekk. Við höfum verið með um og rétt yfir 50% tíundu bekkinga í vinnu síðustu ár en nú eru umsóknir frá yfir 80% þeirra. Það verður einhver niðurskurður vinnu á alla árganga og ég get ekki sagt strax til um hver hann verður en krakkarnir sem sóttu um fá bréf fljótlega þar sem þeim verður kynnt staðan. Ég var fyrir helgina á fundi með forsvarsmönnum vinnuskóla víða af landinu og það er allsstaðar einhver niðurskurður. Mér sýnist að við getum vel við unað hér á Akranesi,” segir Einar.

Nánar er rætt um vinnumarkaðsmál skólafólks á Akranesi og annarsstaðar á Vesturlandi í Skessuhorni vikunnar sem kemur út á morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is