Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2009 09:05

Brúðulistasetur kaupir húseignir í Englendingavík

Gamla kaupfélagshúsið í Englendingavík
Undanfarnar vikur hafa staðið yfir viðræður milli Borgarbyggðar og hjónanna Bernd Ogrodnik og Hildar M Jónsdóttur, sem reka brúðulistasetrið Fígúru ehf., um kaup á fasteignum sveitarfélagsins í Englendingavík.  Á síðasta fundi byggðaráðs var samþykkt með tveimur atkvæðum meirihlutans að heimila sveitarstjóra að ganga frá samningi við Fígúru ehf. um kaupin á húsunum. Við afgreiðslu málsins sat Sveinbjörn Eyjólfsson fulltrúi minnihlutans hjá, en hann telur að auglýsa hefði átt fasteignirnar áður til að fyllsta jafnræðis væri gætt. “Þegar takmörkuð verðmæti í eigu opinberra aðila eru seld þá á að auglýsa þau til að gæta jafnræðis og hámarka það verð sem hugsanlega fæst fyrir eignirnar. Þetta er prinsippmál í mínum huga og hefur ekkert með þetta tiltekna fólk að gera, en þau býð ég að sjálfsögðu velkomið á svæðið,” sagði Sveinbjörn.

Ítarlegt viðtal birtist við hjónin sem kaupa Englendingavík í Skessuhorni sem kemur út á morgun.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is