Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2009 07:35

Fjórir íþróttamenn og þrír þjálfarar fá styrki

Í tengslum við fund framkvæmdastjórnar ÍA í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum í gær voru veittir styrkir úr minningarsjóði Guðmundar Sveinbjörnssonar. Að þessu sinni var veitt úr sjóðnum alls 335.000 krónum til fjögurra íþróttamanna og þriggja þjálfara.  Íþróttafólkið sem fékk styrkina voru: Valdís Þóra Jónsdóttir golfkona fékk 100 þúsund króna styrk vegna ýmissa afreksverkefna. Karitas Ósk Ólafsdóttir badmintonkona hlaut styrk að upphæð 80 þúsund vegna þátttöku sinnar á EM á Englandi og HM í Kína. Aðalheiður Rósa Harðardóttir karatekona fékk 40 þúsund króna styrk vegna þátttöku á NM í síðasta mánuði. Skúli Freyr Sigurðsson keilumaður fékk sömu upphæð vegna þátttöku á EM unglinga. Þrír þjálfarar fengu hver um sig 25 þúsund króna styrk vegna námsferðar til Herenveen í Hollandi. Þetta eru þeir Þórður Þórðarson, Jón Þór Hauksson og Lúðvík Gunnarsson.

Minningarsjóður Guðmundar Sveinbjörnssonar var stofnaður af Íþróttabandalagi Akraness í virðingar- og þakklætisskyni fyrir hin veigamiklu störf hans í þágu Íþróttabandalags Akraness, íþrótta- og menningarmála. Guðmundur Sveinbjörnsson var formaður ÍA frá 1951 til 1963 og svo aftur frá 1965 til 1971. Í reglum um sjóðinn segir að hann sé ætlaður til að styrkja efnilega íþróttamenn til náms. Einnig má styrkja íþróttaþjálfara, sem sýnt hafa sérstakan áhuga í starfi til náms í íþróttaþjálfun og aðra þá sem vinna að æskulýðs- og bindindisstörfum í bænum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is