Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2009 03:52

Tekur jákvætt í uppbyggingu Go-kart svæðis í Borgarnesi

Sigmar H. Gunnarsson, sem lengi hefur haft á prjónunum uppbyggingu afþreyingarstarfsemi í Borgarnesi, hefur nú fengið jákvæð viðbrögð frá skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar. Á fundi nefndarinnar í morgun tók hún jákvætt í að Sigmar fengi að reisa risatjald sitt, um 4.000 fermetra að stærð, og gera allt að 1200 metra keppnisbraut fyrir Go kart bíla. Þessari starfsemi er ætlaður staður á lóðum númer 16 og 18 við Vallarás, með stækkunarmöguleika yfir á lóðir við Vesturás. Um er að ræða skipulagt iðnaðarsvæði ofan við Borgarnes. Nefndin telur að starfsemin falli að skipulagi svæðisins og var framkvæmdasviði Borgarbyggðar falið að afla ferkari gagna til endanlegrar afgreiðslu.

Frá áformum Sigmars var sagt í Skessuhorni í byrjun þessa árs. Hann hefur fulla trú á að áformuð starfsemi munu koma ferðaþjónustunni í Borgarfirði til góða. „Það vantar meiri afþreyingu í héraðið og öll viðbót í þá veru styrkir öfluga ferðaþjónustu. Ég hef mikið verið spurður út í mín áform og er bjartsýnn á góða aðsókn,“ segir Sigmar. Hann segist leggja mikla áherslu á að koma starfseminni af stað fyrir háferðamannatímann í sumar og þá væntanlega með útibraut. Að öðrum kosti geti verið að hann muni leggja áherslu á að reisa tjaldið í haust og koma síðan útibrautinni upp fyrir næsta sumar.

 

„Ég er búinn að fjármagna þetta að stórum hluta, í kaupum á tjaldinu og bílunum. Það dýrasta fyrir mig úr þessu er malbikið og framkvæmdirnar við gerð brautanna.“ Sigmar segist nú leggjast yfir lokaútfærsluna og áætlanagerð. Hann segir að kostnaður við að koma þessum hugmyndum í framkvæmd verði ekki undir 50 milljónum króna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is