Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2009 09:32

Hrefnukjöt verður ekki unnið á Akranesi

Gert að hrefnu á hafnarbakkanum á Akranesi haustið 2005
Félaga hrefnuveiðimanna hefur náð samkomulagi við kjötvinnsluna Esju í Reykjavík að þar verði hrefnukjöt komandi vertíðar unnið, en veiðar hefjast eftir hálfan mánuð. Gunnar Bergmann Jónsson framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna segir að yfirlýsingar Steingríms J Sigfússonar sjávarútvegsráðherra um endurskoðun hvalveiða eftir þessa vertíð og hugsanlegra stöðvun þeirra hafi kippt stoðunum undan áformum um uppsetningu vinnslustöðvar á Akranesi. Þá hafi yfirvofandi lokun Faxaflóasvæðis, vegna hvalaskoðunar, þýtt að vinnslustöð á Akranesi væri óhagkvæm. Hér er um áfall að ræða fyrir atvinnulíf á Akranesi enda voru bundnar miklar vonir við að vinnslan myndi skapa fjölda starfa þar.

Eins og Skessuhorn hefur greint frá hefur þremur leyfum verið úthlutað til hrefnuveiða á vertíðinni. Til útgerða Halldórs Sigurðssonar í Reykjavík, Drafnar í Reykjavík og Njarðar í Kópavogi. Þá hefur einn bátur til viðbótar verið fenginn til veiðanna. Það er Jóhanna ÁR-206, 200 tonna bátur sem gerður er út frá Þorlákshöfn. Fyrir liggur að veiða megi 100 hrefnur á vertíðinni. Eins og komið hefur fram í fréttum eru hrefnuveiðimenn engan veginn sáttir við þau veiðisvæði sem þeim er úthlutað. Þeir telja að hagsmunir þeirra séu fyrir borð bornir á sama tíma og hvalaskoðunarmönnum sé gert of hátt undir höfði hjá ráðherra. Hrefnuveiðimenn benda á að í Noregi hafi um árabil hvalveiðimenn og hvalaskoðunarfólk verið á sömu svæðum og það samneyti gengið ágætlega.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is