Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2009 11:19

Búið að birta ársreikning SPM fyrir 2008

Ársreikningur Sparisjóðs Mýrasýslu var birtur í gær. Hér neðst í fréttinni getur fólk séð hann í heild sinni á PDF formati. Í ársreikningnum kemur fram að tap af rekstri samstæðu SPM nam 21,2 milljörðum króna á síðasta ári. Eigið fé í árslok var neikvætt um 15,1 milljarð samkvæmt efnahagsreikningi og eiginfjárhlutfall neikvætt um 32,1% hjá samstæðunni. Samkvæmt lögunum má hlutfallið ekki vera lægra en 8% og því uppfyllir sparisjóðurinn ekki skilyrði laga.  Í yfirlýsingu stjórnar sjóðsins kemur fram að viðræður við lánardrottna sparisjóðsins hafi staðið yfir frá því á miðju ári 2008 í því skyni að framkvæma fjárhagslega endurskipulagningu á sjóðnum og tryggja að hann uppfylli skilyrði laga. Eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni var þann 3. apríl á þessu ári gerður samningur um sölu allra eigna SPM til Nýja Kaupþings banka hf. á grundvelli samkomulags við helstu lánardrottna.

Síðan þann 27. apríl sl. voru útibú sparisjóðsins og Nýja Kaupþings banka í Borgarnesi sameinuð og starfsmenn sparisjóðsins færðust yfir til Nýja Kaupþings eins og Borgfirðingar þekkja. Í kjölfarið sótti sparisjóðurinn um greiðslustöðvun og gert er ráð fyrir að ljúka samningum við lánadrottna með nauðasamningum í því skyni að tryggja jafnræði kröfuhafa.

 

Hvers vegna?

Margir Borgfirðingar og velunnarar Sparisjóðs Mýrasýslu hafa velt því fyrir sér að undanförnu hvernig hægt hafi verið á einu ári að tapa svona gríðarlegum fjármunum í rekstri eins og raunin varð hjá SPM árið 2008. Fyrir því liggja margar samverkandi ástæður og hefur það að stærstum hluta verið rakið í fréttaskýringum og viðtölum í Skessuhorni á liðnum misserum.

Í fyrsta lagi má rekja ástæðuna til þess að fjármálakerfi vesturlanda voru alls ekki byggð upp fyrir þá stærð áfalls sem reið yfir á síðasta ári og var Sparisjóður Mýrasýslu engin undantekning. Þá var eignasafn sjóðsins orðið afar óhagstætt því það var að stærstum hluta bundið í verðbréfum í fyrirtækjum sem stóðu á veikum grunni. Við mat á afskriftarþörf SPM í árslok á síðasta ári var tekin sú ákvörðun að vanmeta ekki afskriftarþörfina og var hún því metin 35%. Það skýrir um 70% af þeim 21 milljarði króna sem sjóðurinn tapaði, einkum vegna fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Til samanburðar var afskriftarþörf eigna gömlu bankanna metin á um 50% við fall þeirra í haust. Í ljósi þessa er athyglisvert að stóru sparisjóðirnir sem eftir eru, það er BYR og SPKef meta afskriftarþörf sína einungis 14 og 8 prósent og væri fróðlegt að vita skýringuna. Tókst þeim svona miklu betur en ríkisbönkunum, Spron og SPM í útlánastefnu sinni, eða eru eignir þeirra stórlega ofmetnar?

 

Áhættustýring brást

Loks ber því ekki að neita að hluti af og e.t.v. stærsta skýringin á falli SPM var röng áhættustýring. Eins og segir í ársreikningi SPM fyrir árið 2008 þá bjó bankinn við ýmsar áhættur vegna fjármálagerninga, eins og raunar allar fjármálastofnanir gera. Nefndir eru áhættuþættir vegna útlána, skorts á lausafé, markaðsáhætta og rekstraráhætta. Hvort sem kenna má um hruni á mörkuðum heims, og þar með fjármálastofnana almennt, þá brugðust heimamenn í stjórn SPM sem og sparisjóðsstjóri því eins og segir í ársreikningnum: “Stjórn samstæðunnar [SPM] setur reglur um áhættustýringu og ber ábyrgð á því gagnvart stofnfjáraðilum að þeim sé framfylgt. Sparisjóðsstjóri ber ábyrgð á áhættustýringu gagnvart stjórn sparisjóðsins.”

 

Þeim sem vilja kynna sér nánar ársreikning Sparisjóðs Mýrasýslu er bent á að hægt er að lesa hann hér.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is