Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2009 08:03

Fyrirsjáanlegur mikill tekjusamdráttur hjá Akraneskaupstað

Við uppgjör á tekjustreymi til Akraneskaupstaðar fyrstu þrjá mánuði ársins er ljóst að tekjur sveitarfélagsins verða verulega minni en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir að miðað við þessar tölur sé líklegt að tekjusamdráttur sveitarfélagsins verði um 155 milljónir á árinu, en það er um 7% tekjusamdráttur milli ára. Fjárhagsáætlun gerði hins vegar ráð fyrir 3% tekjuaukningu, þannig að útlit er fyrir að tekjurnar verði 10% minni í ár en áætlun gerði ráð fyrir.

Bæjarstjóri sagði að starfshópur hafi farið yfir þessi mál að undanförnu. Starfshópurinn og bæjarstjóri kynnti niðurstöðuna fyrir meirihluta bæjarstjórnar fyrr í vikunni og nú síðar í vikunni átti að fara yfir málið innan bæjarstjórnar.

Gísli bæjarstjóri sagði að við framlagningu fjárhagsáætlunar fyrir áramót hafi verið gert ráð fyrir að endurskoða þyrfti áætlunina á árinu, enda margir óvissuþættir á þeim tíma eins og reyndar er enn.

 

„Þannig er staðan hjá mörgum sveitarfélögum, að um mikinn tekjusamdrátt er að ræða. Þetta er kannski hlutfallslega skárra hjá okkur en mörgum. Það er ekki nóg með að útsvars- og fasteignatekjur eru að skerðast heldur einnig tekjujöfnunarframlag frá ríkinu. Meira að segja frá þeirri skerðingu sem vitað var um hjá ríkinu um áramótin, þar sem tekjur ríkisins hafa minnkað meira frá þeim tíma en gert var ráð fyrir og það þýðir skerðingu til sveitarfélaganna.“

Gísli segir að tekjusamdrátturinn sé einkum vegna samdráttar hjá fyrirtækjum og þeirrar staðreyndar að um 400 manns eru á atvinnuleysisskrá á Akranesi. „Það þarf engan að undra að það komi við okkur,“ segir bæjarstjóri. Hann segir að enn sé nokkuð í að ársreikningur Akraneskaupstaðar fyrir síðasta ár verði tilbúinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is