Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2009 09:05

Góðar atvinnuhorfur framhaldsskólanema

Tæplega 70% nemenda í framhaldsskólunum þremur á Vesturlandi telja sig vera komna með trygga atvinnu næsta sumar og af þeim hafa um 90% þeirra vilyrði fyrir atvinnu í þrjá mánuði eða lengur. Heldur fleiri stúlkur en drengir telja sig hafa trygga vinnu. Þá eru yngri framhaldsskólanemendur síður með atvinnuloforð, sérstaklega nemendur búsettir á Akranesi. Nemendur við Fjölbrautaskóla Vesturlands virðast frekar vera án vinnu en nemendur annarra skóla á Vesturlandi. Þá kemur í ljós að af þeim nemendum sem búa á Vesturlandi eru nemendur á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit frekar án tryggrar atvinnu en þeir sem búa í öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi. Þetta er helsta niðurstaða könnunar sem gerð var meðal nemenda í Fjölbrautaskóla Vesturlands, Menntaskóla Borgarfjarðar og Fjölbrautaskóla Snæfellinga í síðustu viku. “Þessi niðurstaða er mun betri en nokkur þorði að vona,” segir Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, sem vann úr svörunum.

Könnunin var gerð í samvinnu við skólayfirvöld en hún var á vegum SSV, Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi, Vinnumálastofnunar á Vesturlandi og Akraneskaupstaðar. Alls eru 1.088 nemendur í skólunum þremur og tóku 556 eða 51% þeirra þátt í könnuninni.

 

Ef litið er á einstaka skóla kemur í ljós að 76% nemenda MB telja sig hafa trygga atvinnu í sumar, 72% nemenda FSN svara á sama hátt en 66% nemenda FVA telja sig hafa trygga atvinnu. Eftir kynjum varð niðurstaðan þannig að 73% drengja í MB sögðust hafa trygga atvinnu, 65% í FSN og 59% drengja í FVA. Ástandið er betra hjá stúlkunum en 80% þeirra í FSN voru með trygga atvinnu, 79% í FVA og 78% í MB.

 

Þegar litið er til sveitarfélaga sem nemendur búa í kemur í ljós að fæstir þeirra sem búa í Hvalfjarðarsveit hafa trygga atvinnu, eða 62%. Ástandið er svipað á Akranesi en 63% nemenda þar hafa trygga atvinnu. Þó er rétt að hafa í huga að svarendur í Hvalfjarðarsveit voru fáir, eða innan við 20.

 

Framhaldsskólanemar búsettir í Grundarfirði virðast hins vegar best staddir en 78% þeirra hafa tryggt sér vinnu sem er aðeins skárra en hjá nemendum búsettum í Borgarbyggð en þar er hlutfallið 76%. Í öðrum sveitarfélögum er hlutfall þeirra sem hafa trygga sumaratvinnu 70-74%.

 

Tvítugir nemendur með lögheimili á Akranesi hafa flestir tryggt sér atvinnu, eða 90% og 75% tvítugra nemenda með lögheimili í Borgarbyggð. Þessu er nokkuð á annan veg farið meðal þeirra sem fæddir eru árið 1992 því aðeins 49% þeirra, sem hafa lögheimili á Akranesi, hafa tryggt sér vinnu en hins vegar 77% þeirra sem eru með lögheimili í Borgarbyggð.

 

Sjá má nánari umfjöllun um atvinnuhorfur skólafólks á Vesturlandi í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is