Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2009 04:03

Verum skynsöm og sýnum ráðdeildarsemi

"Ég vildi sjá að við drægjum lærdóm af því sem gerst hefur og gerðum ekki sömu mistökin aftur. Við verðum að temja okkur nýja hugsun á mörgum sviðum. Líklega skortir okkur víðsýni, við verðum að vera gagnrýnni og reyna að horfa meira fram í tímann en áður. Kannski er það líka að verða einn okkar mesti veikleiki að vera ekki nógu ráðdeildarsöm, sá eiginleiki, sem við vissulega bjuggum yfir áður, hefur látið undan í góðærinu. Við verðum að fara skynsamlega með það sem við eigum, þar með talið auðlindir þjóðarinnar. Í raun og veru erum við heppin, við eigum svo margt. Við höfum fullt af tækifærum og getum aukið lífsgæði okkar enn frekar. Við ættum líka að huga að því hvernig við getum orðið betur í stakk búið til að skapa. Ég held við getum bætt skólakerfið enn frekar í þá átt að hugsunin verði frjórri og gagnrýnni,“ segir Björg Ágústsdóttir sem um árabil var bæjarstjóri í Grundarfirði en hefur síðustu misserin starfað hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta.

Í Skessuhorni vikunnar er rætt við Björgu um reynslu hennar af bæjarstjórastarfinu og því sem hún hefur verið að starfa við síðan auk þess sem á góma bar ástandið í þjóðmálunum í dag.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is