Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2009 03:55

Veiðifélag vill taka yfir gangnamannaskála á Arnarvatnsheiði

Skálinn við Álftakrók. Ljósm. sj.
Veiðifélag Arnarvatnsheiðar hefur boðið sveitarfélaginu Borgarbyggð að taka á leigu eða kaupa gangnamannaskálana við Úlfsvatn og Álftakrók. Veiðifélagið sér sóknarfæri í silungsveiði en telur að bæta þurfi aðbúnað og það mætti gera með því að félagið tæki yfir húsin. Á fundi byggðaráðs Borgarbyggðar í síðustu viku var samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við fulltrúa veiðifélagsins um leigu á húsunum.

Snorri Jóhannesson er veiðivörður á Arnarvatnsheiði og situr jafnframt í stjórn veiðifélagsins. “Okkar hugmynd var sú að auka og bæta þjónustu á heiðinni fyrir veiðimenn og annað ferðafólk. Framtíðarsýn mín er að landvörður verði staðsettur á heiðinni allt sumarið og sjái um þjónustu, gæslu, landvörslu og innheimtu tekna. Í ljósi þess að þessum húsum hefur ekki verið sinnt í viðhaldi og framkvæmdum á undanförnum árum teljum við að eignarhald þeirra og umsjón væri betur komið í okkar höndum sem erum nú þegar með rekstur á heiðinni yfir sumartímann.  

Því er ekki að neita að þessir skálar hafa fallið í gæðum úr því að vera einir bestu fjallaskálar á landinu í að vera miðlungs leitarmannaskálar. Þess vegna hafa leigutekjur minnkað.

 

Fólk sem notaði húsin hér áður fyrr greiddi sjálfviljugt í söfnunarbauka húsanna en er hætt því sökum þess að það er ekki ánægt með aðstöðuna. Þær tekjur sem hafa komið fyrir leigu á húsunum hafa auk þess runnið til fjallskilasjóðs til girðingaviðhalds og í beinan daglegan rekstur skálanna, en ekki til viðhalds þeirra,” segir Snorri.

 

Hann segist persónulega vilja að veiðifélagið fengi skálana keypta en auðvitað sé líka spurning um leiguverð og leigutíma ef sveitarfélagið vill heldur fara þá leið. “Leigan má ekki vera of há til að veiðifélagið sjái ekki hag í að ráðast í nauðsynlegar endurbætur á húsunum. Markmið okkar er að bæta þjónustu á Arnarvatnsheiði og gera hana sjálfbæra þannig að of háar leigutekjur útiloki ekki að hægt verði að lagfæra skálana. Við getum hæglega aukið afnot af húsunum og þar með tekjur og þá yrði skálunum væntanlega betur haldið við en undanfarin ár. Veiðifélagið er að selja veiðileyfi og við sjáum sóknarfæri í silungsveiði þegar færri hafa efni á að stunda laxveiði. Silungsveiði á því eftir að blómstra á næstunni,” segir Snorri.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is