Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2009 04:02

Jákvæð afkoma Snæfellsbæjar á síðasta ári

Kristinn Jónasson
Ekki er hægt að greina kreppu í ársreikningi Snæfellsbæjar sem kom til fyrri umræðu í bæjarstjórn Snæfellsbæjar í gær. Þar kemur fram að rekstur sveitarsjóðs var jákvæður á síðasta ári er nemur 121,6 milljón króna og samstæðureikningur í heild um tæpar 90 milljónir. Fjárhagsáætlun gerði hins vegar ráð fyrir 15,3 milljóna króna tapi á samstæðureikningi, þannig að tekjuafgangur sveitarfélagsins var rúmum 105 milljónum meiri en áætlað var.  Í niðurstöðunni munar mestu um að skatttekjur Snæfellsbæjar voru 82 milljónum hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Kristinn Jónasson bæjarstjóri segir að skýringar á vanáætluðum skatttekjum sé að rekja til lækkunar gengis íslensku krónunnar. Það hafi komið fram í hærri launum sjómanna í gegnum hærra afurðaverð. Þá segir Kristinn að íbúum Snæfellsbæjar hafi fjölgað örlítið á árinu og það skapað sveitarfélaginu auknar tekur.

„Það er gott að eiga dálítinn afgang. Hann mun hjálpa okkur gagnvart fyrirsjáanlegum taprekstri sem verður því miður á þessu ári.  Hvað varðar frekari framkvæmdir á þessu ári, þá á ég ekki von á því að við aukum þær. Við munum leggja höfuðáherslu á grunnþjónustuna,“ segir Kristinn.

Greinilegt er á ársreikningnum að fjármálaleg stjórnun Snæfellsbæjar hefur verið skynsamleg á síðasta ári. Fjárfestingarhreyfingar voru 281,6 milljónir og fjármögnunarhreyfingar 194,3 milljónir. Snæfellsbær fjárfesti á árinu fyrir 297 milljónir í varanlegum rekstrarfjármunum. Bæjarsjóður tók engin ný lán en greiddi niður lán að fjárhæð 194 milljónir.

 

Veltufé frá rekstri var 399,6 millj. króna og veltufjárhlutfall er 1,69. Handbært frá rekstri var 425,8 milljónir. Heildareignir bæjarsjóðs eru samkvæmt ársreikningnum 1.978,2 millj. króna og heildareignir sveitarfélagsins um 2.533,8 millj. króna í árslok 2008. Heildarskuldir bæjarsjóðs námu í árslok 1.348,2 millj. króna og í samanteknum ársreikningi 1.777,8 millj. króna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is