Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. maí. 2009 09:05

Ljósmyndasýning í tilefni sextugrar Fergusonvélinar

Erlendur Sigurðsson við eina af nýlega uppgerðum Ferguson vélum hjá Jörva.
Næstkomandi miðvikudag, þann 13. maí, eru rétt 60 ár liðin síðan gráa Ferguson-dráttarvélin, TE-A20, var kynnt Íslendingum með sýningu að Keldum í Mosfellssveit. Í kjölfar hennar fór af stað skriða innflutnings Ferguson-dráttarvéla.  Engin dráttarvélagerð hefur náð viðlíka útbreiðslu og vinsældum hérlendis en hún kom á að minnsta kosti þriðja hvert býli. Í tilefni tímamótanna verður á sjálfan afmælisdaginn klukkan 16:00 efnt til ljósmyndasýningar í sal BÚT-hússins á Hvanneyri. Sýningin er helguð komu og fyrstu verkum Ferguson-dráttarvélanna hérlendis fyrir 60 árum.

Á vef Landbúnaðarsafns Íslands segir að á enga tegund sé hallað þótt sagt sé að Ferguson TE-A20 hafi hvað skýrast markað upphaf vélvæðingar, einkum við heyskap og flutninga, í íslenskum sveitum. Ferguson er því holdgervingur þess tíma þegar bændur breyttu um búhætti á sjötta tug síðustu aldar, frá hand- og hestaverkfærum, til vélknúinna verkfæra á flestum sviðum búskapar.  Búnaðarsaga tuttugustu aldar verður ekki skrifuð án þess að Ferguson-dráttarvélin með verkfærunum mörgu fái þar nokkrar blaðsíður - og myndir.

 

Á ljósmyndasýningunni mun Bjarni Guðmundsson bregða upp og segja frá 60 ljósmyndum sem flestar eru úr sagnabókinni ...og svo kom Ferguson sem hann hefur tekið saman. Bókin mun væntanlega koma út hjá bókaútgáfunni Uppheimum á Akranesi innan skamms, en hún er helguð sögu gráu Ferguson-vélanna á Íslandi. Áform eru um frekara afmælistilstand síðar í sumar.

Að ljósmyndasýningunni lokinni verður haldið yfir í Landbúnaðarsafn Íslands og heilsað upp á fyrstu Ferguson-dráttarvélina, sem hérlendis var seld, og þar hvílir nú lúin dekk.  Þar verður m.a. rifjaður upp gangur hennar og hljóð hinna nýju tíma um miðja síðustu öld. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir og boðið verður uppá kaffitár og konfekt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is