Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. maí. 2009 09:26

Jón inni en Guðbjartur úti

Jón Bjarnason er fulltrúi kjördæmisins í nýrri ríkisstjórn
Ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs var mynduð í gær. Í henni verða 12 ráðherrar og áfram mun Jóhanna Sigurðardóttir sitja í forsæti. Aðrir ráðherrar eru: Steingrímur J Sigfússon fjármálaráðherra, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Kristján L Möller samgönguráðherra, Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra, Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.

Athygli vekur að hvorki Guðbjartur Hannesson oddviti Samfylkingar í NV kjördæmi né Björgvin G Sigurðsson oddviti flokksins í Suðurkjördæmi fá ráðherrastóla. Þá er Guðbjartur settur af sem forseti Alþingis og í hans stað hlýtur þá virðingarstöðu Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sem féll niður í 8. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Talsverður urgur er í flokksmönnum Samfylkingarinnar hér í NV kjördæmi af þessum sökum samkvæmt heimildum Skessuhorns.

Kjördæmið á þó einn fulltrúa í ríkisstjórn þar sem Jón Bjarnason oddviti VG í NV verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is