Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. maí. 2009 11:03

Hátt í átta hundruð hjól á Raftasýningu

Það var margt um manninn og fjöldi tækja á árlegri sýningu Bifhjólafjélagsins Raftanna sem fram fór síðastliðinn laugardag. Að þessu sinni var sýningin haldin í og við Menntaskóla Borgarfjarðar. Félagsskapur Raftanna er um margt athyglisverður og hefur farið stækkandi, félagar eru nú komnir yfir 100. Þetta er eina bifhjólafélagið á landsbygginni sem heldur slíkar sýningar að staðaldri og félagsstarfið er kraftmikið, fjölbreytt og þar er ætíð létt yfir mannskapnum. Ákveðnar hefðir hafa skapast um sýninguna og hefur hún nú skipað sér fastan sess í huga vélhjólafólks af öllu suðvestanverðu landinu, sem fjölmennti í Borgarnes á björtu en köldu veðri á laugardaginn.

Að sögn þeirra Guðjóns Bachmanns og Jakobs Guðmundssonar, sem eru í forsvari fyrir Raftana, hefur sýningin farið stækkandi á hverju ári frá því hún var fyrst haldin vorið 2002 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. “Þetta er tvímælalaust stærsta sýningin til þessa og hér á svæðinu hafa í dag verið hátt í 800 hjól og líklega tvö- eða þrefaldur sá fjöldi fólks,” sagði Jakob. Guðjón var ekki síður ánægður með þátttökuna og umgjörð sýningarinnar að þessu sinni. “Hús menntaskólans og lóðin hentar gríðarlega vel fyrir svona uppákomu og vel kæmi til greina að vera hér aftur jafnvel þótt að nú sé að verða fullbyggð reiðhöll hér í Borgarnesi. Menntskólahúsið og svæðið allt er góð umgjörð fyrir svona sýningu og bar þennan mikla fjölda gesta vel,” sagði Guðjón.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is