Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. maí. 2009 11:50

Sjávarútvegurinn er traustsins verður

“Sjávarútvegurinn hefur endurheimt forystusæti sitt sem undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Íslendingar hafa sjaldan eða aldrei átt meira undir því að hann gangi vel. Hrun fjármálakerfisins hefur leitt til þess að þjóðin setur nú allt sitt traust á að sjávarúvegurinn standist öll fárviðri og sé fær um að geta lagt sitt að mörkum við að sigla þjóðarskútunni í öruggt lægi,” segir í upphafi ályktunar sem stjórn Snæfells, smábátafélagsins á Snæfellsnesi samþykkti í gær. Þar segir að stjórnin sé þess fullviss að atvinnugreinin muni standa undir þeim væntingum sem til hennar eru gerðar. “Þó er því ekki að neita að staðan hefur oft verið auðveldari en nú.  Skuldir, sem að mestu eru tilkomnar vegna kaupa á veiðiheimildum, hafa hækkað gríðarlega, veiðiheimildir í þorski skornar við nögl og taka ekki mið af vexti og viðgangi stofnsins, auk þess sem alþjóðleg kreppa hefur leitt til verðlækkunar sjávarafurða á helstu mörkuðum.

Stjórn Snæfells mótmælir harðlega öllum hugmyndum ríkisstjórnarinnar um innköllun veiðiheimilda Og skorar á stjórnvöld að styrkja íslenskan sjávarútveg og tryggja þannig viðunandi framtíðarsýn atvinnugreinarinnar,” segir í ályktun Snæfells sem Alexander Kristinsson formaður félagsins ritar undir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is