Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. maí. 2009 03:26

Vill víðtækt samráð í sjávarútvegsmálum

Jón Bjarnason nýr sjávarútvegs- og landb.ráðherra
Jón Bjarnason nýskipaður landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra segist muni leggja áherslu á að skotið verði styrkari stoðum undir þessar undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar á næstu misserum og árum. Hann segir ljóst að um landbúnaðinn verði að standa vörð svo að atvinnugreinin geti spjarað sig. Þar sé í húfi atvinnuöryggi bænda og þeirra afleiddu starfa sem tengjast landbúnaðinum, fæðuöryggi þjóðarinnar og sá gjaldeyrir sem innleidd framleiðsla sparar. Nýr ráðherra boðar víðtækt samráð hagsmunaaðila varðandi sjávarútveginn. Þar verði m.a. að tryggja hagkvæmni útgerðar og vinnslu og atvinnuöryggi fólks í sjávarbyggðum. Afturköllun fiskveiðiheimilda verði því að tímasetja í samvinnu allra hagsmunaaðila, en fyrst og fremst verði að setja það inn í stjórnarskrána að fiskveiðiauðlindin sé sameign þjóðarinnar.

Í þættinum Auðlind í Ríkisútvarpinu í morgun var Jón spurður hvort hann ætlaði að standa við fyrirheit forvera síns í ráðuneytinu Steingríms j. Sigfússonar að leggja fram strax í byrjun næsta þings frumvarp um standveiðar.

Jón sagðist myndi gera það, enda hefði hann trú á því að heimild til handfæraveiða við strendur landsins myndi hleypa auknu lífi í sjávarbyggðir um allt land. Ráðherrann vildi ekki kenna stefnu VG í sjávarútvegsmálum við fyrningarleið, heldur við samráðsleið sem flokksmenn hefðu kallað „sjómenn græða hafið“.

Aðspurður hvort að hann myndi hafa ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar að leiðarljósi í sínum ákvörðunum sagðist hann vissulega myndi gera það, en einnig taka mið af sjónarmiðum sjómanna og annarra þeirra sem auðlindina nýta.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is