Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2009 07:37

Körfuboltabúðir á Ísafirði í júní

Körfuboltasamband Ísafjarðar (KFÍ) mun standa fyrir æfingabúðum fyrir iðkendur úr yngri flokkum í körfuknattleik, bæði stráka og stelpur á aldrinum 10-17 ára, í körfubolta í júní (7.6. til 14.6). Búðirnar verða í Jakanum, íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði. Borce Ilievski yfirþjálfari KFÍ hefur fengið til liðs við sig þekkta þjálfara frá Serbíu, en tveir þeirra starfa við þjálfun yngri flokka hjá stórliði CSKA Moskva. Þekktastur er Ratko Joksic en hann hefur verið lengi í þessu starfi og er verður að teljast mikill fengur að fá hann til landsins. Hann mun verða faglegur bakhjarl búðanna og halda fyrirlestra fyrir þjálfara sem annað hvort starfa við búðirnar og auðvitað alla þá þjálfara sem verða á Ísafirði sem gestir eða að fylgja sínum iðkendum hingað.

 

 

Búðirnar verða opnar öllum sem áhuga hafa, sama hvaðan þeir koma af landinu. Einnig hefur verið spurst fyrir um þátttöku frá Moskvu þannig að hugsanlega verða þetta alþjóðlegar æfingabúðir.

 

Ljóst er að um stórverkefni er að ræða og mikil undirbúningsvinna hefur verið lögð í það. Boðið verður upp á gistingu og fæði í mötuneyti fyrir þá er það vilja. Gistingin verður á Gistivist Menntaskólans á Ísafirði (Edduhótel) og mötuneytið verður þar einnig. Verðið er 40.000 kr. fyrir þá sem verða í búðunum og taka einnig gistingu og fullt fæði.

Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri HSV er verkefnisstjóri búðanna og mun sjá um að taka við bókunum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Kristján í síma 861-4668 eða í netfangið hsv@hsv.is.

-fréttatilkynning

 

Sjá nánar: www.kfi.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is