Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. maí. 2009 10:04

Vara við boðaðri fyrningarleið ríkisstjórnarinnar

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær ályktun vegna boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar í fiskveiðistjórnun. Þar með fetar bæjarstjórin í fótspor margra annarra sveitarfélaga við sjávarsíðuna sem hafa mótmælt boðaðri fyrningarleið í sjávarútvegi. Ályktunin er svohljóðandi: “Sjávarútvegur er undirstaða atvinnurekstrar í Grundarfirði. Áríðandi er að halda aflaheimildum í byggðarlaginu og standa vörð um störf. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir víðtækum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem munu hafa áhrif á afkomu þeirra sem starfa við sjávarútveginn. Bæjarstjórn Grundarfjarðar varar alfarið við áformum ríkisstjórnarinnar um að fyrna aflaheimildir útgerða sem stefnir atvinnuöryggi og velferð íbúa Grundarfjarðar í mikla óvissu. Nauðsynlegt er að skapa vinnufrið um sjávarútveg með því að ná sátt um stjórn fiskveiða.

Allar breytingar á fiskveiðistjórnun ber að gera með varúð og í fullu samráði við hagsmunaaðila. Óvissa um starfsgrundvöll sjávarútvegsins og illa ígrundaðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu hafa strax neikvæð áhrif á samfélagið og fyrirtæki munu óhjákvæmilega halda að sér höndum hvað varðar uppbyggingu, viðhald og þróun rekstrar.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is