Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. maí. 2009 10:54

Ásgerður ráðin skólastjóri til eins árs

Grunnskóli Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum
Fræðslunefnd Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að fara að tillögu fræðslustjóra og sveitarstjóra um að ráða Ásgerði Ólafsdóttur skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar til eins árs. Jafnframt var samþykkt að falla frá fyrirhuguðum flutningi 5. bekkjar á Hvanneyri að Kleppjárnsreykjum. Ásgerður hefur undanfarnar vikur gegnt embætti skólastjóra eftir að Magnús Sæmundsson sagði upp og hætti störfum. Fræðslunefnd rökstuddi tillögu sína sökum þess að ráðið er í stöðuna án auglýsingar: “Það er ljóst að Ásgerður Ólafsdóttir hefur unnið afar gott starf undanfarnar vikur sem skólastjóri við Grunnskóla Borgarfjarðar, bæði faglega og eins við að tryggja jafnvægi í rekstri skólans.  Ásgerður hefur haldgóða menntun og langa reynslu af störfum við grunn- og framhaldsskóla, auk þess sem hún hefur reynslu af stjórnunarstörfum.  

Undanfarið hafa átt sér stað umræður innan sveitarstjórnar Borgarbyggðar um framtíðarskipan skólahalds í sveitarfélaginu og fyrir sveitarstjórn liggur tillaga um að farið verði í markvissa skoðun á þeim möguleikum sem eru til breytinga.  Vegna þessa er lagt til að Ásgerður Ólafsdóttir verði ráðin tímabundið í stöðu skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar.”

 

Á fundi fræðslunefndar var einnig rætt um rekstur Grunnskóla Borgarfjarðar.  Finnbogi Rögnvaldsson formaður nefndarinnar rakti þróun rekstrarins á þessu skólaári og rætt var um framtíð skólahalds.  Rætt var um fyrirhugaðan flutning 5. bekkjar Hvanneyrardeildar að Kleppjárnsreykjum á næsta skólaári en sá fyrirhugaði flutningur hefur mætt ákveðinni andstöðu íbúa á Hvanneyrarstað. Nefndin ákvað á fundinum að falla frá flutningnum að uppfylltum skilyrðum í rekstri: “Fræðslunefnd leggst ekki gegn því að 5. bekkur verði áfram á Hvanneyri, að því tilskyldu að rekstur skólans sé skv. fjárhagsáætlun ársins 2009.  Fulltrúi kennara benti á að margt jákvætt hefði áunnist á undanförnum árum við sameiningu Kleppjárnsreykjaskóla og Andakílsskóla,” segir í bókun fræðslunefndar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is