Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. maí. 2009 03:02

Ýtumaður sem dundar í dag við Ferguson

Í dag er þess minnst að sextíu ár eru liðin frá því að fyrsta Ferguson dráttarvélin var flutt til landsins. Þessar vélar hafa undanfarna áratugi gengið undir nafninu “Gamli gráni,” sem er vinalegt heiti og lýsir ef til vill best þeim hug sem margur ber til þessara tækja. Þó er það ekki undarlegt í ljósi þess að Ferguson olli straumhvörfum í íslenskum landbúnaði. Svo mikilli byltingu að vélar þessar voru jafnvel sagðar hafa tekið við hlutverki þarfasta þjónsins til sveita, að minnsta kosti á sumum bæjum.  Sökum vinsælda Ferguson vélanna hafa verið stofnuð félög velunnara þeirra og þónokkrir hafa gert þær upp sem líkast upprunalegri mynd. En slíkt krefst kunnáttu, aðstöðu, ómældrar þolinmæði og peninga meðal annars til varahlutakaupa. Að öðrum ólöstuðum hafa Jörva-menn á Hvanneyri, undir stjórn Hauks Júlíussonar, unnið hvað mest brautryðjendastarf við varðveislu gömlu Fergusonanna. Þar hafa verið gerðar upp nokkrar vélar á liðnum árum og þar áður dráttarvélar ýmissa gerða fyrir Búvélasafnið, sem nú heitir Landbúnaðarsafn Íslands.

Erlendur Sigurðsson hefur mikið komið að þessari vinnu. Hann er Þingeyingur að ætt og uppruna en hefur síðustu tvo áratugi búið og starfað í Borgarfirði og lengst þess tíma unnið hjá Hauki og félögum í Jörva. Blaðamaður leit við á verkstæðinu hjá Erlendi í liðinni viku, en þar fær hann, eins og hann segir sjálfur, leyfi til að dunda sér þegar hann vill.

 

Viðtal er við Erlend í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is