Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2009 11:03

Öruggur sigur badmintonsfólksins gegn Srí Lanka

Íslenska landsliðið í badminton vann í gær öruggan 4:1 sigur á landsliði Srí Lanka á HM í Kína. Í einliðaleik karla vann Magnús Ingi Helgason Hasitha Chanaka 2:1:  21:16, 19:21 og 21:12. Í einliðaleik kvenna sigraði Tinna Helgadóttir Thilini Jayasinghe einnig 2:1;  24:22, 15:21 og 21:7. Í tvíliðaleik karla unnu Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason Hasitha Chanaka og Rajitha Dahanyake 2:0; 21:19 og 21:10.  Í tvíliðaleik kvenna töpuðu Snjólaug Jóhannsdóttir og Karitas Ósk Ólafsdóttir fyrir Thilini Jayasinghe og Achini Ratunasiri 0:2; 16:21 og 10:21. Í tvenndarleik unnu Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir Rajitha Dahanyake og Achini Raunasiri 2:0; 21:17 og 21:12.

Í dag verður síðasti leikurinn hjá íslenska liðinu á HM í Kína. Leikið verður gegn landsliðið Mongólíu, sem  tapað hefur öllum sínum leikjum í mótinu til þessa með mesta mun 0:5. Ísland er nú í þriðja sæti riðilsins á eftir Litháum og Portúgölum, sem reyndar vannst sigur á í fyrsta leik mótsins.

Portúgalar hafa reyndar lokið sínum leikjum og gæti Íslands náð þeim að stigum og komist upp fyrir þá á töflunni vegna sigurs í innbyrðis viðureign. Hinsvegar virðast Litháar stefna í úrslitakeppina.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is