Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2009 12:02

Mótmæla því að strandveiðar kom í stað byggðakvóta

Stykkishólmsbær mótmælir harðlega þeim hugmyndum sem fram hafa komið um upptöku strandveiða á kostnað úthlutunar byggðakvóta. Í ályktun bæjarráðs Stykkishólms í vikunni segir að byggðakvóta til Stykkishólmsbæjar hafi verið úthlutað á grundvelli hruns á hörpudiskstofni, aflabrests af þeim sökum og síðar banns við veiðum á hörpudiski. Í ályktun bæjarráðsins segir orðrétt: „Það er ljóst að ef af þessum hugmyndum um strandveiði verður mun það hafa slæm áhrif á veiðar og vinnslu í Stykkishólmi og þar með alvarleg áhrif á atvinnulífið í bænum. Atvinnuleysi er nú með því lægsta í Stykkishólmi miðað við landið í heild. Það er ekki síst fyrir öflugar fiskvinnslur sem verka fisk m.a. á grundvelli byggðakvóta.“

Þá segir bæjarráðið að það verði ekki séð hvernig auka eigi verðmætasköpun, efla atvinnulíf og auka drifkraftinn í bæjarfélaginu með upptöku strandveiða á kostnað byggðakvóta. Útgerðir og vinnslur ásamt samfélaginu í Stykkishólmi hafi tekið á sig mikil áföll við hrun hörpudiskstofnsins, en hafi byggt sig upp hægt og rólega m.a. með tilkomu byggðakvóta.

„Ofangreindar hugmyndir um strandveiðar ásamt svokallaðri fyrningu kvóta yrðu annað stórt reiðarslag fyrir útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Stykkishólmsbæ og þar af leiðandi atvinnulífið og samfélagið í heild sinni,“ segir í ályktuninni og þar er tekið heilshugar undir samþykkt bæjarstjórnar Snæfellsbæjar frá 7. maí sl. varðandi innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is