Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. maí. 2009 09:05

Sementssala helmingi minni en í fyrra

Byrjað var um síðustu helgi að kynda að nýju gjallofn Sementsverks miðjunnar á Akranesi. Framleiðsla hófst í verksmiðjunni á mánudaginn og voru þá nákvæmlega fjórir mánuðir liðnir frá því slökkt var á ofninum. Þetta hlé hefur verið nýtt til viðhalds og lagfæringa á gjallbrennsluofninum og öðrum framleiðslubúnaði verksmiðjunnar.  Sem kunnugt er varð verulegur samdráttur í byggingariðnaði eftir bankahrunið síðastliðið haust. Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að sementssalan fyrstu fjóra mánuði ársins hafi verið um 20.000 tonn, sem er um 50% samdráttur miðað við síðasta ár.

„Alla jafnan þarf að stöðva framleiðslu verksmiðjunnar á tíu mánaða fresti vegna viðhalds á gjallbrennsluofninum. Verktakar hafa þá verið kallaðir til starfans með starfsmönnum verksmiðjunnar til þess að ljúka verkinu á sem stystum tíma, eða sem nær þremur vikum. Vegna ástandsins í byggingariðnaðinum ákváðum við að vinna verkið eingöngu í dagvinnu og án þess að kalla til utanaðkomandi verktaka. Fyrir vikið höfum við haft störf fyrir alla starfsmenn verksmiðjunnar síðustu mánuði, þrátt fyrir samdráttinn.”

 

Gunnar segir birgðastöðuna núna kalla á gangsetningu verksmiðjunnar, einkanlega til að mæta sementsþörf vegna byggingaframkvæmda á vegum hins opinbera. „Því miður er ekkert sem bendir til þess að hinn almenni byggingaiðnaður sé að taka við sér, en það er verulegt áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag,” segir Gunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is