Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. maí. 2009 04:02

Fimmtíu ára afmæli Borgarneskirkju

Borgarneskirkja fagnar 50 ára afmæli sínu á þessu ári. Næstkomandi sunnudag verður hátíðarmessa af því tilefni í kirkjunni þar sem herra Karl Sigurbjörnsson biskup predikar, sóknarpresturinn séra Þorbjörn Hlynur Árnason þjónar fyrir altari ásamt öðrum prestum í prófastsdæminu. Forseti Íslands verður viðstaddur, Kirkjukór Borgarneskirkju syngur, organisti verður Steinunn Árnadóttir og Ólafur Flosason leikur á óbó. Að lokinni hátíðarmessu býður sóknarnefnd til samverustundar í sal Menntaskóla Borgarfjarðar. Þar verða kaffiveitingar og dagskrá með tónlistaratriðum, ávörpum og fleiru.

Halldór H Jónsson, ættaður frá Bæ í Bæjarsveit, teiknaði kirkjuna og var hún vígð á uppstigningardag þann 7. maí árið 1959 en þá hafði hún verið sex ár í byggingu. Henni var valinn staður á hæsta holtinu í gamla bæ Borgarness og er þannig einskonar tákn bæjarins. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is