Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. maí. 2009 11:05

Glænýtt efni frá Þjóðlagasveitinni á tónleikum

Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi hefur frá síðustu veturnáttum unnið að gerð nýrrar tónleikadagskrár ásamt stjórnanda sínum Ragnari Skúlasyni. Þetta er í sjötta sinn sem Þjóðlagasveitin endurnýjar algjörlega tóleikaefni sitt og nú er röðin komin að tónleikum hjá sveitinni, sem haldnir verða í Tónbergi í næstu viku. Það eru tvennir tónleikar, á fimmtudagskvöld og föstudagskvöld, bæði kvöldin klukkan 20. Tónleikarnir núna bera yfirskriftina „Til eru fræ,“ eftir hinu þekkta lagið við ljóð bóhemsskáldsins Davíðs Stefánssonar. Þetta lag býr stjórnandinn Ragnar Skúlason í nýjan búning sem og annað þekkt lag við ljóð Davíðs, „Konan sem kyndir ofninn minn.“

Eins og fyrr leitar Ragnar víða fanga í efnisöflun í þekktum og óþekktari lögum, bæði með eigin útsetningum og annarra. Meðal annars er í þessu prógrammi Bubbalagið „Kveðja“ við útsetningu Jóns Ólafssonar og tvö sænsk lög sem Ragnar uppgötvaði í sænskri kvikmynd um það leiti sem Þjóðlagasveitin fór í Evrópuferð sína á liðnu hausti.

 

Þjóðlagasveitin er þekkt fyrir óhefðbundið tónleikaform, bland hljóðfæraleiks, söngs og talkórs. Í þessari nýju tónleikadagskrá er bætt við einu forminu í viðbót; leiklistinni. Á hluta sviðs er leikhorn þar sem þær stingja saman nefjum kryddpíurnar Málfríður Engifersdóttir og Hallbjörg Shafran. Þær láta að sér kveða milli laga.

 

Ragnar sagði í samtali við Skessuhorn að mikill metnaður væri í stúlkunum í Þjóðlagasveitinni að gera enn betur enn áður. „Það hefur verið mikill kraftur í þeim að undanförnu og þær eru sannfærðar um að þetta verði geysilega gott,“ segir Ragnar sem hefur stjórnar Þjóðlagssveitinni frá upphafi. Í sveitinni eru tveir hópar, eldri og yngri spilara. Í eldri hópnum sem skipa 12 ára og eldri eru fimmtán manns, en tólf eru í yngri hópnum. Þrjár í yngri hópnum sömdu sinn hvorn lagstúfinn í nýja prófgramminu, en það var prófverkefni stúlknanna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is