Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2009 02:02

Hefur lifað með trúnni og ástinni í atvinnuleysinu

Langflestum sem hafa reynslu af atvinnuleysi, ber saman um að það sé eitt af því allra versta sem hægt er að upplifa og fyrir fólk getur komið. Það er höfnunin og vonleysið sem gjarnan fylgir langvarandi atvinnuleysi sem smám saman dregur úr fólki kraftinn og oft er þunglyndi fylgifiskur atvinnuleysis. Valdimar Jónsson verkamaður á Akranesi, sem verið hefur atvinnulaus síðasta árið, hefur aðra sögu að segja. Síðasta ár er búið að vera viðburðaríkt í lífi hans. Valdimar hefur alltaf verið mjög trúaður og skömmu eftir að hann missti vinnuna fór hann í Skóla Krists, Ljósafossskóla í Grímsnesinu. Þar kynntist hann ástinni sinni, Bylgju Þrastardóttur úr Garðinum. Þau giftu sig skömmu síðar og saman hafa þau lifað í ástinni og trúnni.

„Það er gott að geta dreift huganum þegar maður er atvinnulaus. Annars kvíði ég ekki framtíðinni og legg allt í drottins hendur,“ segir Valdimar og vitnar í áttunda kafla Rómverjabréfs þar sem stendur:  „Við vitum að þeim sem Guð elskar samverkar allt til góðs.“

 

Sjá viðtal við Valdimar Jónsson í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is