Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. maí. 2009 12:02

Arnarvarp í beinni útsendingu frá Gróustöðum

Þessar vikurnar stendur varp hafarnarins sem hæst við Breiðafjörð en þar verpir tveir þriðju hluti arnarstofnsins á Íslandi. Nú geta fuglaáhugamenn og áhugafólk um íslenska náttúru fylgst með varpi arnarins í beinni útsendingu á netinu. Það voru hjónin Bergsveinn Reynisson og Signý M. Jónsdóttir bændur á Gróustöðum í Reykhólahreppi sem höfðu forgöngu að því í vor að koma fyrir vefmyndavél við eitt arnarhreiðrið.

Heimasíðan með myndavélinni komst í gagnið fyrir nokkrum dögum. Er hægt að komast inn á hana með viðkomu á vef Reykhólahrepps og smella þar á borða sem ber yfirskriftina „Arnarsetrið“. Annars er slóðin: webcam.xodus.is. Þegar bras var á útsendingunni fyrstu dagana sagði Bergsveinn: „Fjöldi fólks virðist vera eins og vængbrotið að hafa ekki útsendinguna frá hreiðrinu.“

Að sögn Róberts Stefánssonar hjá Náttúrustofu Vesturlands er talið að 62-66 arnarpör séu í landinu, en alls telur stofninn um 300 fugla með ungum. Róbert segir að tíðarfarið undanfarið hafi verið erfitt fyrir örninn eins og aðra fugla. Viðkvæmasti tíminn sé þó fyrstu tvær vikurnar eftir að unginn komi úr egginu. Það sé svona vikutími í að það fari að gerast í arnarhreiðrunum. Það er svo í júlímánuði sem starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands fara í sínar árlegu merkingar á fugli í hafarnarstofninum hér á landi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is