Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2009 04:05

Sameiningu heilbrigðisstofnana frestað til áramóta

Guðjón Brjánsson

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að sameining átta heilbrigðistofnanna á norðvestanverðu landinu taki gildi þann 1. janúar en eins og fram kom í frétt í Skessuhorni 15. apríl sl. stóð til að af henni yrði 1. júlí í sumar. Guðjóni Brjánssyni framkvæmdastjóra Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi hefur verið falið að annast verkstjórn í undirbúningi sameiningarinnar, en sameinuð stofnun mun fá nafnið Heilbrigðisstofnun Vesturlands.  Guðjón segir mikla vinnu hafa farið fram í heilbrigðisráðherratíð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og að sameiningin sé sú sama og hann lagði upp með. Sú vinna yrði nú tekin upp að nýju og eflaust þyrfti að breyta einhverju í ljósi nýrra áherslna hjá öðrum ráðherra.

“Ég fer að heimsækja heilbrigðisstofnanirnar á næstu dögum til að fara yfir málin. Það hefur verið full samstaða um þessa sameiningu og ég á ekki von á öðru en að svo verði áfram. Þetta er unnið við aðrar og erfiðari aðstæður en áður, sérstaklega fjárhagslega, en það felast tækifæri í þessari sameiningu. Starfstöðvarnar á sameiningarsvæðinu eru öflugar og við höfum dýrmætt starfsfólk þannig að við eigum að geta gert það besta úr stöðunni. Við byrjum á að samræma sjúkraskrár, bókhald, launabókhald og ýmsa þjónustu sem er sameiginleg. Annars koma starfsstöðvarnar til með að starfa mjög sjálfstætt og ég vona að þjónusta þeirra verði jafn góð ef ekki betri eftir sameiningu,” segir Guðjón Brjánsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is