Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. maí. 2009 07:34

Mikill samdráttur í ýsuveiði frá því í fyrra

Aflabrögð í apríl voru tæpum 28% verri en í sama mánuði í fyrra, eða 94.240 tonn samanborið við 130.243 tonn í fyrra. Samdráttur var bæði í botnfisksafla og uppsjávarafla en aukning í afla skel- og krabbadýra.  Botnfisksaflinn í apríl var 40.155 tonn samanborið við 51.265 tonn í apríl í fyrra. Þorskaflinn dregst lítillega saman og einnig er samdráttur í flestum örðum botnfiskstegundum. Aflinn dregst mest saman í ýsu, þar sem að veiði er hvorki meira né minna en 5.080 tonnum minni í apríl nú en í fyrra, fer úr 11.853 tonnum í 6.773 tonn í síðasta mánuði. Merkjanleg aukning er þó í steinbít og þykkvalúru ásamt botnfiskstegundum sem flokkaðar eru sem annar botnfiskur og eru ekki bundnar kvóta.

Það sem af er fiskveiðiárinu er búið að nýta 75,7% af aflaheimildum í þorski eða 121.062 tonn og 68,5% af aflaheimildum í ýsu. Þegar fjórðungur er eftir af fiskveiðiárinu er því fjórðungur eftir af þorskkvótanum.

Uppsjávaraflinn í apríl var 53.441 tonn en var 77.513 tonn á sama tíma í fyrra. Þessi samdráttur helgast af minni kolmunnaafla, sem var 77.513 tonnum í apríl í fyrra en var nú aðeins 52.802 tonn. Rúmlega 638 tonnum af sumargotssíld var landað í apríl í ár en engri á sama tíma í fyrra. Talsverð aukning var í rækjuafla í aprílmánuði. Alls var landað 467 tonnum af rækju samanborið við 402 tonn á sama tíma í fyrra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is