Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. maí. 2009 08:05

Vilja áfangaskipta vegagerð í Barðastrandarsýslum

Einar Kristinn ritar bréfið ásamt Ásbirni Óttarssyni.
Alþingismennirnir Einar K. Guðfinnsson og Ásbjörn Óttarsson (D) hafa ritað Hreini Haraldssyni vegamálastjóra bréf þar sem þeir óska eftir því að Vestfjarðavegi í Austur- og Vestur-Barðastrandarsýslu verði skipt upp í áfanga í vegagerð, þannig að hægt verði strax í sumar að bjóða út vegagerð á þeim hluta vegarins sem ekki þurfi að fara í mat á umhverfisáhrifum. Í bréfinu segja þingmennirnir að ákvörðun Skipulagsstofnunar um að vegagerð á Vestfjarðavegi milli Eiðis í Vatnsfirði og Þverár í Kjálkafirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum setji í uppnám og fresti fyrirsjáanlega bránauðsynlegum vegabótum á leið sem löngu sé tímabært að lagfæra.

 

 

 

 

Þeir segja þessa ákvörðun koma í kjölfar þess að fullkomin óvissa ríki um aðra vegagerð á þessum vegi, það er á leiðinni frá Þorskafirði að Skálanesi með þverunum Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Þessar tafir séu reiðarslag fyrir íbúa Vestur- og Austur-Barðastrandarsýsla og raunar fyrir alla þá sem vilja og þurfa að nýta sér vegakerfið á Vestfjarðavegi. Það sé brýnt að allra leiða verði leitað til að hrinda megi tafarlaust í framkvæmd vegagerð á þessari leið. Þingmennirnir beina því til Vegagerðarinnar að áfangaskipta vegaframkvæmdum þannig að þeir hlutar vegarins sem eru að mestu á núverandi vegstæði lendi ekki í mati á umhverfisáhrifum. Þannig mætti t.d. hugsa sér að vegagerð yfir Eiðið milli Vattarfjarðar og Kjálkafjarðar annars vegar og hins vegar kaflinn frá landtöku væntanlegrar þverunar í vestanverðum Mjóafirði og vestur fyrir Litlanes, rétt utan við Skiptá í Kjálkafirði, verði boðin út án tafar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is