Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2009 07:38

Óboðinn maður háttaði sig

Töluverð ölvun var á Akranesi um liðna helgi og nokkur æsingur í mönnum að sögn lögreglu. Ráðist var á dyraverði við Kaffi Mörk aðfaranótt sunnudagsins 17. maí . Sá sem þar var að verki var handtekinn og vistaður í fangageymslu til morguns. Skömmu eftir að honum hafði verið hleypt út var beðið um aðstoð við að koma óboðnum manni úr heimahúsi í bænum. Var manninum, sem var nokkuð ölvaður, vísað út úr húsinu, en hann hafði gert sig þar heimkominn og var háttaður ofan í rúm þegar lögreglan kom á vettvang. Þá fannst maður úti á götu aðfararnótt sunnudagsins sem sofnað hafði út frá öldrykkju. Lögreglumenn hugðust koma honum heim til sín en maðurinn brást illa við þegar hann var vakinn. Reyndi hann að ráðast á lögregluna og var handtekinn og vistaður í fangageymslu þar sem hann svaf úr sér mestu vímuna. Að auki kom lögregla nokkrum til síns heima, þar sem að þeir áttu erfitt með heimferð sökum ölvunar.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is