Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2009 08:05

Eining um að ljúka við skólabyggingu í Hólminum

Gunnar Svanlaugsson
„Í dag liggur fyrir sú ákvörðun stjórnenda skólans, í samráði við bæjaryfirvöld, að við munum starfa öll saman frá og með næsta skólaári við Borgarbrautina. Þessa mánuðina er verið að teikna lokafrágang skólamannvirkja, þ.e. áframhald frá árinu 1985. Við erum að tala um allt að 50% stækkun og þar með munum við ljúka við þau rými er okkur hefur vantað,“ segir Gunnar Svanlaugsson skólastjóri Grunnskóla Stykkishólms í samtali við Skessuhorn. Ákveðið hefur verið að grunnskólinn fari undir eitt þak næsta haust, þá verði hætt kennslu í Gamla skólanum við Skólabraut, jafnframt því sem framtíðarhúsnæði skólans verði byggt á næstu árum. 

Gunnar Svanlaugsson segir að á síðustu haustdögum hafi að frumkvæði skólafólks verið tekin sú ákvörðun að athuga þann möguleika að flytja alla starfsemi skólans að Borgarbraut. Með það að markmiði að nýta enn betur tíma nemenda og starfsmanna og nýta þá kosti sem nást með nálægðinni. „Einnig væntum við þess að slík breyting skili einhverjum sparnaði til bæjarsjóðs, allavega þegar að til lengri tíma er litið. Þá var einnig tekin sú ákvörðun að Tónlistarskóli Stykkishólms mun flytja með okkur, en alla tíð hefur verið mikil samvinna hjá þessum skólum og verður enn bætt í við þessa breytingu,“ segir Gunnar.

Húsnæði Grunnskólans í Stykkishólmi við Borgarbrautina var tekið í notkun haustið 1985 og enn þann dag í dag kallað Nýi skólinn, þótt húsið sé 24 ára mannvirki. Þá var lokið við að byggja um helming skólahússins, en frá þeim tíma hefur yngstu bekkjum grunnskólans verið kennt í Gamla skólanum. „Við í skólunum báðum, nemendur og starfsmenn, trúum því að bæjaryfirvöld muni ljúka við þessa uppbyggingu á næstu 4 – 6 árum, ef að ytri aðstæður breytast ekki enn frekar en orðið er. Í trausti þess höfum við einmitt svo samhljóða ákveðið að þrengja að okkur í þess ár er byggingarframkvæmdir munu standa yfir. Með þeim hætti erum við að ganga í takt við bæjaryfirvöld sem eru í þeirri erfiðu aðstöðu að bera ábyrgð á peningastöðu samfélagsins hverju sinni,“ segir Gunnar.

Hann gat þess að lokum að allar kennarastöður væru fullmannaðar fyrir næsta skólaár. „Skólinn hefur alltaf verið mjög heppinn með gott starfsfólk. Fólk með mikla reynslu og um leið metnað fyrir nemendur, starfið og skólann sinn eru algjörir gullmolar.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is