Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2009 10:05

Útifjör í Borgarfirði um sjómannadagshelgina

Við Hreðavatn í Borgarfirði
Þrátt fyrir að seint verði sagt að sjómennska eigi hug og hjörtu Borgfirðinga og að Borgarnes sé lítill útgerðarbær, þá má gera ráð fyrir að um næskomandi sjómannadagshelgi verði ein viðamesta hátíð þeirrar helgar haldin í Borgarnesi og vítt og breitt um héraðið. “Björgunarsveitirnar í héraði; Brák, Heiðar og Ok hafa tekið höndum saman og ætla að bjóða íbúum upp á fjölbreytta dagskrá helgina 5.-7. júní. Þetta gerum við með það í huga að þakka íbúum fyrir stuðninginn í gegnum árin,” segir Guðrún Kristjánsdóttir sem skipulagt hefur hátíðina ásamt fleira björgunarsveitarfólki.

Í grófum dráttum verður dagskráin á þá leið að föstudaginn 5. júní klukkan 20 verður boðið upp á sætaferðir í snjóbíl eða björgunarsveitarbíl upp á Langjökul og hressing í boði fyrir eða eftir ferð á jökulinn. Þeir sem ekki leggja á jökulinn geta farið í gönguferð með leiðsögn í Surtshelli en sú ferð hefst einnig klukkan 20. Þegar ferðin í Surtshelli verður hálfnuð verður boðið upp á hressingu í hellinum og sagðar ein eða tvær sögur á meðan.

Laugardaginn 6. júní verða þrjár gönguferðir með leiðsögn og undir forystu björgunarsveitarmanna. Klukkan 10 verður gengið á Hafnarfjall og á sama tíma hefst gönguferð fra Stóru-Skógum og gengið í Jafnaskarðsskóg. Klukkan 11 sama morgun verður Söguhringurinn í Borgarnesi genginn með leiðsögn. Klukkan 14 verður ratleikur fyrir fjölskylduna í Jafnaskarðsskógi.

Á laugardagskvöldið verður dansleikur með hljómsveitinni Sniglabandinu í Reiðhöllinni í Borgarnesi og verður það eini viðburður þessarar helgi sem kostar inn á. Sunnudaginn 7. júní klukkan 13, á sjálfan sjómannadaginn, verður dagskrá við og á Skorradalsvatni. Þar verða ýmis farartæki á ferð, svo sem þyrla, traktor, bátar, snjóbílar og björgunarsveitarbílar en þar verður farið í ýmsa leiki. Þá verða grillaðar pylsur í boði handa allri fjölskyldunni. Dagskráin verður nánar kynnt síðar í Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is