Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2009 10:05

Mannbjörg þegar bátur frá Rifi brann

Báturinn var gerður út frá Rifi. Ljósm. Mats
Tveimur mönnum var í nótt bjargað um borð í Núp BA eftir að eldur kom upp í færabátnum Herdísi SH frá Rifi þegar báturinn var á veiðum úti fyrir Bjargtöngum. Mennirnir voru úti á dekki að skaka þegar eldurinn kom upp í lúkar bátsins. Þeir voru komnir í gúmmíbjörgunarbát þegar Núp bar að um klukkustundu síðar. Birta BA sigldi síðan með mennina til Patreksfjarðar. Þegar eldurinn hafði verið slökktur í Herdísi stóð til að draga bátinn í land en hann sökk áður en til þess kom.

Herdís SH 145 var 5,8 tonna bátur og í eigu Nesvers ehf í Rifi en eigandi þess er Ásbjörn Óttarsson útgerðarmaður og nýkjörinn alþingismaður. Annar sjómannanna sem björguðust í morgun er sonur Ásbjarnar en báðir mennirnir um borð eru um tvítugt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is