Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. maí. 2009 11:03

Birna formaður í tveimur veiðifélögum

Aðalfundur Veiðifélags Norðurár í Borgarfirði var haldinn sl. föstudag í Hreðavatnsskála. Á fundinum gekk Sigurjón Valdimarsson á Glitstöðum úr stjórn en hann hefur verið formaður félagsins í 21 ár, eða sjö kjörtímabil. Í hans stað var Birna G Konráðsdóttir á Borgum kosin formaður. Hún er jafnframt formaður stjórnar Veiðifélags Gljúfurár og mun þetta vera í fyrsta skipti sem kona stýrir tveimur veiðifélögum hér á landi og einnig í fyrsta skipti sem kona stýrir svo stóru veiðifélagi sem þessu. Aðspurð segist Birna stolt yfir að bændur og landeigendur treysti sér fyrir ábyrgðarfullu starfi sem þessu. Hún hafi fylgst með málefnum laxveiðibænda um nokkurt skeið og kvíði því ekki þessu nýja starfi.

Nýr í stjórn var kjörinn Elvar Ólason á Brekku en fyrir í stjórninni voru Brynjólfur Guðmundsson í Hlöðutúni, Margrét Sigurðardóttir á Skarðshömrum og Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti.

 

Eins og síðastliðna rúma sex áratugi er það Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem hefur ána á leigu. Birna segir að vel líti út með sölu veiðileyfa í sumar og gott útlit fyrir að allar stangir muni seljast. Í fyrra var metveiði í Norðurá en þá komu á land 3308 laxar. Meðalveiði síðastliðinna tíu ára er hins vegar 1853 laxar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is