Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. maí. 2009 08:28

Krían kom í stórum hópum í Rif

Þyrst kría í Rifi. Ljósm. af.
„Það sem vakti athygli okkar núna var hvað krían kom í óvanalega stórum hópum, oft hefur hún verið að tínast hingað í smærri hópum. Núna erum við farnir að sjá hana með æti og hún er greinilega farin að undirbúa varpið,“ segir Sæmundur Kristjánsson fuglaáhugamaður í Rifi í samtali við Skessuhorn. Hann segir kríuna hafa bælt sig mikið í norðanáttinni undanfarið og því hafi ekki borið eins mikið á henni og fyrstu dagana eftir að hún kom.  „Krían kom hingað á lokavertíðardaginn 11. maí, eða ég varð þá var við hana, en kannski hefur hún komið daginn áður. Þetta er venjulegur tími, en stundum hefur hún komið fyrr, eða allt frá 4. maí, en síðan hefur það líka dregist fram á fimmtánda að hún hafi sýnt sig,“ segir Sæmundur.

Starfsmenn Háskólaseturs Snæfellsness fylgist með kríuvarpinu í Rifi sem er það langstærsta í landinu. Misjafnt er hvernig varpinu hefur reitt af síðustu vor á hinum ýmsum svæðum á landinu þar sem það hefur víða misfarist. Til að mynda bárust þær fréttir úr forsetagarði sunnan af Álftanesi á dögunum að þar væri öll krían sem kom í vor farin eða á förum, líklegasta ástæðan fyrir því var talin ónægt æti á svæðinu.

 

Jón Einar Jónsson forstöðumaður Háskólaseturs Snæfellsness segir að gott samband sé við karlana í Rifi sem fylgist með kríunni. „Þeir segja að hún sé þar núna í tveimur eða þremur stórum hópum að undirbúa varpið. Okkar manneskja, Freydís Vigfúsdóttir, er þó róleg fram að mánaðamótunum þegar búast má við að varpið fari að byrja,“ segir Jón Einar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is