Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. maí. 2009 10:03

Hræðileg byrjun hjá Skagamönnum

Ekki vænkaðist hagur Skagaliðsins í fótboltanum í austurferðinni í gær, uppstigningardag, þegar það mætti Fjarðabyggð á Eskifjarðarvelli. Heimamenn voru komnir í 3:0 eftir 18 mínútna leik og bættu síðan við marki rétt fyrir leikhlé, þannig að Skagamenn voru fjórum mörkum undir í leikhléi. Arnar Gunnlaugsson náði að minnka muninn úr vítaspyrnu í seinni hálfleiknum og Helgi Pétur Magnússon skoraði síðan í blálokin, þannig að lokatölur urðu 4:2 fyrir Fjarðabyggð sem náði með sigrinum að lyfta sér af botni deildarinnar. Ljóst er að það verður ekkert auðvelt fyrir ÍA-liðið að laga stöðu sína í deildinni, enda eru hlutirnir ekki að ganga upp hvorki varnarlega eða sóknarlega. Skagaliðið er ekki ennþá búið að vinna sig inn í mótið að þremur leikjum loknum og að fá á sig þrjú mörk á fyrstu 18 mínútum leiks hlýtur að vera áhyggjuefni.

Sem fyrr var megnið af mörkunum að koma úr föstum leikatriðum, sem ÍA-liðið hefur hingað til verið þekkt fyrir að verjast vel. Hins vegar er ljóst að Skagaliðið er það lið sem öll hin liðin í deildinni leggja ofurkapp á að vinna í sumar. Svo verður væntanlega einnig þegar Afturelding í Mosfellsbæ kemur í heimsókn nk. fimmtudagskvöld, enda hafa Mosfellingar aldrei mætt Skagamönnum í deildarleik áður.

 

Það verður hins vegar hitt Vesturlandsliðið sem verður í sviðsljósinu í kvöld. Víkingar í Ólafsvík hafa enn ekki tapað stigi í deildinni en í kvöld eru þeir trúlega að fara í einn af sínum allra erfiðustu leikjum í sumar. Víkingar mæta þá HK í Kópavoginum, sem spáð hefur verið sigri í deildinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is