Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. maí. 2009 01:03

Guðbjartur kosinn formaður fjárlaganefndar

Guðbjartur er formaður fjárlaganefndar
Við upphaf sumarþings var kosið í fastanefndir Alþingis. Þingmenn úr Norðvesturkjördæmi raða sér í ýmsar nefndir en tvímælalaust stærsta embættið er það sem Guðbjartur Hannesson (S) fær, eða formennska í fjárlaganefnd. Með honum í nefndinni er m.a. Ásbjörn Óttarsson (D), 1. þingmaður kjördæmisins. Ásbjörn er einnig í samgöngunefnd. Ólína Þorvarðardóttir (S) er formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar og situr auk þess í samgöngunefnd og félags- og tryggingamálanefnd. Lilja Rafney Magnúsdóttir (V) er varaformaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, varaformaður iðnaðarnefndar auk þess að sitja í samgöngunefnd, heilbrigðisnefnd og félags- og tryggingamálanefnd. Ásmundur Einar Daðason (V) er varaformaður menntamálanefndar en situr einnig í allsherjarnefnd, fjárlaganefnd og sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd. Einar K. Guðfinnsson (D) situr í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og menntamálanefnd. Guðmundur Steingrímsson (B) situr í félags- og tryggingamálanefnd og samgöngunefnd og samflokksmaður hans, Gunnar Bragi Sveinsson er í iðnaðarnefnd en er auk þess formaður þingflokks Framsóknarflokksins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is