Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. maí. 2009 11:42

Töluðu um Löduvertíð og Monsuvertíð

“Við eigum eina trossu hérna rétt við höfnina en það eru net um allt hérna alveg frá Grundarfirði og inn úr og að Barðaströndinni. Þetta er svo gríðarlegur floti sem er hérna. Bóndinn í Flatey sagðist ekki hafa gert annað í dag en að fylgjast með bátum, ætli þetta séu ekki um 25 til 30 bátar,” sagði Jóhann Kúld á Írisi SH í samtali við Skessuhorn á miðvikudaginn var. Jóhann og Þröstur Auðunsson gera út á grásleppu frá Stykkishólmi, eins og hátt í 30 aðrir, og voru á miðvikudaginn að koma frá því að leggja netin. Þeir félagar segja að kjarninn í þessum grásleppuveiðum frá Stykkishólmi séu 10-15 bátar en svo þegar gott verð fáist fyrir hrognin þá fjölgi mikið og bátar komi allsstaðar að.

“Menn töluðu um Löduvertíðir hér áður þegar þeir gátu keypt sér Lödu fyrir hrognapeningana og svo þegar betra verð fékkst fyrir hrognin þá voru það Monsuvertíðir. Það vantar hrogn á markaðinn núna og þá njótum við góðs af því hérna því vertíðin byrjar síðast hér. Það er jafnvel búist við að það fáist upp undir 120 þúsund krónur fyrir tunnuna núna, en í fyrra fengust 47 þúsund fyrir tunnuna og fór niður í 32 þúsund árið áður,” segja þeir félagar.

 

Nánar verður rætt við þá félaga í Skessuhorni í næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is