Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. maí. 2009 08:29

Brautskráning frá Fjölbrautaskóla Vesturlands

Síðastliðinn laugardag var Fjölbrautaskóla Vesturlands slitið og 53 nemendur brautskráðir við hátíðlega athöfn á sal skólans. 32 þeirra luku stúdentsprófi og ellefu burtfararprófi af iðnbraut. Þá brautskráðust fimm af starfsbraut, tveir með burtfararpróf af sjúkraliðabraut, einn með verslunarpróf af viðskiptabraut, einn lauk námi til iðnmeistaraprófs og einn lauk burtfararprófi af iðnbraut. Hörður Ó. Helgason skólameistari ávarpaði samkomugesti og afhenti útskriftarnemum skírteini sín en Atli Harðarson aðstoðarskólameistari flutti annál vorannar. Vilborg Lárusdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Nokkrir listamenn komu fram við athöfnina. Það voru þau Dagný Björk Egilsdóttir sem lék á píanó, Þórunn María Örnólfsdóttir lék á píanó og söng en með henni léku Hulda Halldórsdóttir á fiðlu og Viðar Engilbertsson á gítar. Að athöfn lokinni þáðu gestir veitingar í boði skólans.

Fjöldi viðurkenninga

Hörður Kári Harðarson fékk viðurkenningu skólans fyrir bestan námsárangur nýstúdenta á vorönn 2009. Nokkrir útskriftarnemar fengu verðlaun við útskriftarathöfnina og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur eða störf að félagsmálum. Nafn þess sem gaf verðlaunin eru innan sviga.

 

Ásta Þorsteinsdóttir fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).

Fannar Magnússon fyrir góðan árangur í sérgreinum á námsbraut í húsasmíði (VLFA). Einnig fékk Fannar Kötluverðlaun fyrir bestan námsárangur iðnnema sem luku námi á vorönn 2009 (Katla Hallsdóttir og Ína Dóra Ástríðardóttir).

Gyða Kristjánsdóttir fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).

Halldór Ragnar Guðjónsson fyrir góðan árangur í raungreinum (Gámaþjónusta Vesturlands).

Halldóra Guðjónsdóttir fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).

Hörður Kári Harðarson fyrir góðan árangur í ensku og dönsku (Eymundsson), í raungreinum (Landsbankinn á Akranesi), í stærðfræði (Kaupþing á Akranesi), í líffræði (Soroptimistasystur á Akranesi), í efnafræði (Efnafræðifélag Íslands) og í íslensku (Uppheimar). Einnig fékk Hörður Kári viðurkenningu skólans fyrir bestan námsárangur nýstúdenta á vorönn 2009.

Ragnar Þór Gunnarsson fyrir góðan árangur í stærðfræði (Elkem Ísland), í raungreinum (Íslandsbanki á Akranesi) og í ensku (Norðurál) og fyrir störf að félags- og menningarmálum (Rótarýklúbbur Akraness).

Sturla Magnússon fyrir góðan árangur í sérgreinum á námsbraut í húsasmíði (Verkalýðsfélag Akraness).

Vilborg Lárusdóttir fyrir góðan árangur í dönsku og uppeldisfræði (Danska sendiráðið).

Þórey Hólm Heimisdóttir fyrir góðan námsárangur á starfsbraut (Fjölbrautaskóli Vesturlands).

Gunnar Sigurðsson og Finnbogi Rögnvaldsson afhentu námsstyrk Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Hann skiptist jafnt milli tveggja umsækjenda sem báðir luku námi á vorönn 2009. Þeir eru Hörður Kári Harðarson sem lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut með lífvísindakjörsviði og Tómas Guðmundsson sem lauk burtfararprófi af námsbraut í rafvirkjun og stúdentsprófi eftir nám í rafvirkjun.

Marianne Sigurðardóttir sem lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut í desember 2008 fékk verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur úr sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar á Sýruparti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is