Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. maí. 2009 08:02

Ellefu útskrifuðust frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Síðastliðinn laugardag lauk Fjölbrautaskóli Snæfellinga sínu fimmta starfsári og útskrifaði ellefu nemendur með stúdentspróf.  Átta nemendur af ellefu luku námi á aðeins þremur árum.  Af náttúrufræðibraut útskrifuðust þær Auður Kjartansdóttir, Ingibjörg Stefanía Eiðsdóttir og María Björnsdóttir.  Af  félagsfræðabraut útskrifuðust Diljá Dagbjartsdóttir, Eyjólfur Fannar Sch. Jónsson, Hafdís Lilja Haraldsdóttir, Heiða María Erlingsdóttir, Jón Sindri Emilsson, Kamilla Rún Gísladóttir og Sunna Guðný Högnadóttir. Einn nemandi útskrifaðist með viðbótarnám til stúdentprófs en það var Jónína Herdís Björnsdóttir. Hæstu einkunn á stúdentsprófi deildu þær Auður Kjartansdóttir og María Björnsdóttir milli sín og fengu þær veglega bókagjöf frá Stykkishólmsbæ. 

Auður hlut einnig verðlaun fyrir góðan árangur í spænsku sem Fjölbrautaskóli Snæfellinga gaf og fyrir góðan árangur í stærðfræði fékk hún tvenn verðlaun, annars vegar gefin af Kaupþingi og hins vegar af Íslenska stærðfræðifélaginu. María Björnsdóttir hlaut einnig verðlaun fyrir góðan árangur í raungreinum gefin af Gámaþjónustu Vesturlands og verðlaun fyrir góðan árangur í íslensku sem Grundarfjarðarbær gaf. Hafdís Lilja Haraldsdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í íslensku, einnig gefin af Grundarfjarðarbæ, og tvenn verðlaun fyrir góðan árangur í ensku, annars vegar gefin af Snæfellsbæ og hinsvegar af Kanadíska sendiráðinu.  Fyrir góðan árangur í þýsku fékk Kamilla Rún Gísladóttir verðlaun gefin af Helgafellssveit ásamt verðlaunum fyrir góðan árangur í viðskiptagreinum gefin af Kaupþingi. Fyrir góðan árangur í félagsgreinum fékk Diljá Dagbjartsdóttir verðlaun og voru þau gefin af Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Einnig fengu fjórir nemendur verðlaun fyrir góðan árangur í dönsku en það eru þær Auður Kjartansdóttir, Diljá Dagbjartsdóttir, María Björnsdóttir og Sunna Guðný Högnadóttir og voru verðlaunin gefin af Danska sendiráðinu og FSN.  

 

Útskriftarathöfnin hófst á því að Diljá Dagbjartsdóttir nýstúdent flutti sumarlög ásamt Hólmgeiri Þórsteinssyni tónlistarkennara við Tónlistaskólann í Stykkishólmi á flautu og flygil. Síðan flutti nýstúdentinn Auður Kjartansdóttir tvö lög við athöfnina ásamt Hólmgeiri Þórsteinssyni sem spilaði undir á flygil. Nýr skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, brautskráði nemendur og flutti síðan ávarp.

Jakob Bragi Hannesson, kennari við skólann kvaddi síðan nemendur á heimspekilegum nótum fyrir hönd starfsfólks.  Áður en þessari hlýlegu og hátíðlegu athöfn lauk flutti síðan nýstúdentinn María Björnsdóttir ræðu fyrir hönd nýstúdenta og kvaddi þar með skólann og starfsfólkið fyrir þeirra hönd. Að dagskrá lokinni sleit skólameistari skólaárinu og bauð upp á kaffiveitingar í boði Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is