Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. maí. 2009 01:08

Soroptimistar gáfu hálfa milljón til HVER

Fólkið í endurhæfingarhúsinu HVER á Akranesi fékk óvenjugóða heimsókn á dögunum þegar fjölmennur hópur kvenna í  Soroptimistaklúbbi Akraness leit inn. Tilefni heimsóknarinnar var að soroptimistakonur á Akranesi fagna um þessar mundir 25 ára afmæli klúbbsins og afhentu þær að því tilefni HVER gjafabréf að upphæð 500.000 krónur. Lilja Guðlaugsdóttir formaður Soroptimistakúbbs Akraness afhenti styrkinn og flutti stutt ávarp. Sagði hún að þegar klúbbfélagar hefðu hugað að því hvernig best væri að minnast tímamótanna, hefði hugur þeirra fljótlega beinst að því þýðingarmikla starfi í samfélaginu sem HVER sinnir, en soroptimistar hafa á starfstíma sínum á Akranesi eins og víðar jafnan leitast við að hlúa að starfi í velferðarmálum.

Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir forstöðukona í HVER tók við styrknum og færði Soroptimistaklúbbi Akraness bestu þakkir fyrir rausnarlegt framlag. Sagði hún að styrkurinn myndi nýtast ákaflega vel til námskeiðahalds, fræðslu og til náms fyrir þá sem nýta sér HVER. „Styrkurinn kemur sér einstaklega vel fyrir félaga í HVER, en hingað til hefur lítið verið um aðkeypt námskeið vegna fjárskorts,“ segir Thelma Hrund. Soroptimistakonur þáðu síðan kaffi og meðlæti sem fólkið í HVER bar fram og hafði undirbúið í tilefni dagsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is